Auður H. Ingólfsdóttir er þriðji fyrirlesari fyrirlestraraðar RIKK og alþjóðlega Jafnréttisskólans (GEST) á vormisseri 2020 og nefnist fyrirlestur hennar „Climate Change, Gender Equality and Development Cooperation.“ Fyrirlesturinn er á ensku og fer fram fimmtudaginn 5. mars, kl. 12:00-13:00, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.
Umhverfisstefna sem tekur tillit til kyns verður aðeins að veruleika ef við erum meðvituð um fjölbreytt tengsl loftslagsbreytinga, kynjajafnréttis og samfélagslegt réttlætis. Loftslagskrísan hefur djúpstæð áhrif á jörðina og veldur álagi á bæði vistkerfi og samfélög manna. Hinsvegar eru áhrifin á fólk mismunandi, þróunarlönd eru líklegri til að upplifa alvarlegri afleiðingar en iðnvædd ríki með traustari innviði. Samfélög sem hafa lifibrauð sitt á beinni nýtingu náttúruauðlinda eru í sérstakri hættu. Kyn er einn af þeim þáttum sem verður að skoða þegar lagt er mat á áhrif loftslagsbreytinga á samfélagshópa. Fyrirlesturinn skoðar tengsl kyns og loftslagsbreytinga í Afríku sunnan Sahara-eyðimerkurinnar og fjallað er um mikilvægi þess að taka tillit til kynjasjónamiða við gerð loftslagsstefna og -framkvæmdaáætlana í þróunnarsamvinnu. Lögð verður áhersla á hlutverk menntunnar og fræðsluverkefna.
Dr. Auður H. Ingólfsdóttir er alþjóðastjórnmálafræðingur og hefur lagt áherslu á umhverfismál, stjórnun náttúruauðlinda og kyn/kyngervi. Hún hefur um nokkurra ára skeið sinnt kennslu í námskeiði um kyn og loftslagsmál í alþjóðlegum Jafnréttisskóla (GEST) og er einnig að undirbúa stutt námskeið fyrir skólann um sama efni sem kennt verður í Malaví.
Fyrirlesturinn er fluttur á ensku, er öllum opinn og aðgangur ókeypis.
Viðburðurinn á Facebook! English version here.
Hádegisfyrirlestraröð RIKK og Jafnréttisskólans (GEST) á haustmisseri 2019 er tileinkuð loftslagsbreytingum út frá kynjafræðilegu og jafnréttissjónarhorni. Fyrirlestraröðin er haldin í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands.
Guðrún Svavarsdóttir er málstofustjóri. Hér má sjá upptöku af fyrirlestrinum: