Dagana 10.-13. október sl. hélt netverkið Gendering Asia vinnustofu í Reykjavík, í samstarfi við Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum og EDDU – öndvegissetur, sem eru aðilar að netverkinu. Markmið netverksins er að efla rannsóknir á sviði asískra fræða og kynjafræða innan félags- og hugvísinda með ráðstefnuhaldi, útgáfu og fundum fræðimanna á sviðinu.

Netverkið hlaut nýlega styrk frá NordForsk-sjóðnum sem gerir því kleift að halda þrjá fundi eða vinnustofur þar sem rannsakendur fá tækifæri til að hittast, skiptast á hugmyndum og þróa rannsóknarsamvinnu. Einkum er hugað að þróun kynjafræðikenninga innan asískra fræða, að framlagi rannsókna á asískum samfélögum til kynjafræða og að stöðu og birtingarmyndum Asíu á Norðurlöndunum.

Fyrsta vinnustofa netverksins var haldin í Kaupmannahöfn í nóvember 2010 en eins og áður segir fór önnur vinnustofan fram í Reykjavík á dögunum, en netverkið fundaði á Hótel Sögu og tókst fundurinn í alla staði mjög vel. Þriðja vinnustofa netverksins er áætluð í Noregi árið 2012.

Hér eru upplýsingar um netverkið á heimasíðu NordForsk og hér er heimasíða netverksins.