Viðhorf til kynjajafnréttis

Rannsóknin var unnin í samstarfi Reykjavíkurborgar og Rannsóknastofu í kvenna-og kynjafræðum við Háskóla Íslands (RIKK). Katrín Anna Guðmundsdóttir vann könnunina sem starfsmaður RIKK. Umsjónaraðilar voru Kristín Ástgeirsdóttir forstöðumaðurRIKK og dr. Þorgerður Einarsdóttir prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands. Irma Erlingsdóttir tók við umsjón af Kristínu Ástgeirsdóttur þegar hún tók aftur við starfi forstöðumanns RIKK í ágúst 2007.

Í skýrslunni eru kynntar niðurstöður könnunar á viðhorfum æðstu stjórnenda Reykjavíkurborgar til jafnréttis kynjanna. Markmiðið var að skoða áherslur þeirra í jafnréttismálum,hvernig gerð jafnréttisáætlana hefur verið háttað og eftirfylgni við þær. Jafnframt var skoðað hvort stjórnendur teldu þörf á fræðslu um jafnréttismál. Sérstökáhersla var lögð á að kanna staðalmyndir um getu og hæfni kynjanna. Nálgast má skýrsluna hér.