Viðbrögð valkyrju við karlasamfélaginu

(English below)

Kristín Vala Ragnarsdóttir

Kristín Vala Ragnarsdóttir

Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands, heldur tíunda fyrirlestur vormisseris, „Viðbrögð valkyrju við karlasamfélaginu“, fimmtudaginn 12. maí í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands kl. 12-13.

Kristín Vala nam jarðefnafræði og bergræði við Háskóla Íslands og fór síðan í framhaldsnám til Northwestern University í Evanston Illinois, þar sem hún lauk MS í jarðvísindum 1981 og PhD í jarðefnafræði 1984.  Hún starfaði um tíma í Chicago eftir útskrift en flutti svo til Bristol í Englandi þar sem hún starfaði við jarðvísindadeildina í 20 ár.  Árið 2008 snéri hún aftur til Íslands og starfaði fyrst sem forseti Verkfræði og náttúruvísindasviðs og sem prófessor í Jarðvísindadeild síðan 2012.

Eftir að hafa fengist við jarðefna- og umhverfisfræði í 25 ár gerði Kristín Vala sér grein fyrir því hve ósjálfbær lífsmáti jarðarbúa væri og hefur síðan unnið í rannasóknum og kennslu sem tengjast sjálfbærni.  Á vinnuferli hennar hefur hún yfirleitt verið eina konan í nefndum og fyrsta konan í framgangi.  Hún var t.d. fyrsta konan sem ráðin var til Jarðvísindadeildar Bristol-háskóla. Hún varð síðan fyrsti kvenprófessor deildarinnar og um leið raunvísindasviðs háskólans.  Hún hefur því lært á sinni löngu leið hvernig best er að bera sig að í samfélagi karla.

Í fyrirlestrinum mun Kristín Vala ræða um hvað hún lærði á leiðinni, hvaða aðferðir henta best til að lenda ekki undir og það að árangur er alls ekkert happdrætti – heldur frekar kúnstin að kunna að nota rétt viðbrögð á réttum tíma og vera með sóknaráætlun fyrir sjálfa sig.

Fyrirlesturinn er fluttur á ensku, er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.

Viðburðurinn er á Facebook!

Hádegisfyrirlestraröðin á vormisseri 2016 er haldin í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands og UNU-GEST, Alþjóðlega jafnréttisskóla Háskóla sameinuðu þjóðanna.

A Valkyrie‘s response to a male dominated society

Kristín Vala Ragnarsdóttir, Professor at the School of Engineering and Natural Sciences (Faculty of Earth Sciences, University of Iceland) will give the lecture „A Valkyrie‘s response to a male dominated society“ on Thursday 12 May, in the National Museum’s lecture hall at 12:00.

Professor Kristín Vala was the Dean of Engineering and Natural Sciences at the University of Iceland and Professor of Environmental Sustainability at the University of Bristol, UK until 2008. Educated in geochemistry at the University of Iceland, Reykjavík (BSc) and at Northwestern University, Illinois, (MS, PhD) she changed her focus a decade ago from Earth Sciences to cross-disciplinary Sustainability Science. Her research pertains to sustainability in its widest context, including nature protection, economics, society and well-being of citizens. In her career, she has often been the only woman on committees and the first in promotion. She was, for instance, the first woman to be hired as a teacher at the School of Earth Sciences at Bristol University. Following this, she then became the first female Professor of the Faculty of Science. On her long way through a male dominated society, she has learned how to survive.

Kristín Vala will talk about life lessons learned along the way, how not to succumb to the system and the fact that achievements are not a result of a lottery. It is rather the skill to respond in the right way at the right time, and the result of a personal strategic plan.

The lecture is given in English, is open to everyone and admission is free.

The event is on Facebook!

The lecture series in the spring semester 2016 is held in collaboration with The National Museum of Iceland and UNU-GEST.