Markmið

Aðalmarkmið RIKK er að efla og samhæfa jafnréttisrannsóknir og rannsóknir í kvenna, kynja- og jafnréttisfræðum jafnframt því að vinna að og kynna niðurstöður rannsókna. RIKK miðlar þekkingu á sviði kvenna-, kynja- og jafnréttisfræða með því að gangast fyrir námskeiðum, fyrirlestrum, ráðstefnum og útgáfu.

Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum er ætlað að veita upplýsingar og ráðgjöf um kvenna, kynja- og jafnréttisrannsóknir, hafa samstarf við innlenda og erlenda rannsóknaraðila og styðja og styrkja nám í kynjafræðum innan og utan Háskóla Íslands. Stofan stuðlar jafnframt að þverfaglegri samvinnu fræðigreina.

Í daglegu starfi miðlar RIKK þekkingu um rannsóknir á fræðasviðinu, hvetur til rannsókna og styður fræðimenn við rannsóknir sínar og skipuleggur og býr til grundvöll fyrir rannsóknastarf. Stofan tekur þátt í evrópskum og norrænum rannsóknaverkefnum og tengslanetum með fjölbreyttum áherslum. RIKK miðlar niðurstöðum eigin rannsókna og annarra, m.a. með bókaútgáfu, og hefur frá upphafi staðið fyrir reglulegum rabbfundum og fyrirlestrum þar sem fræðimenn kynna rannsóknarverkefni sín. Þessir fundir hafa verið vinsælir og afar vel sóttir.

Sjá nánar um RIKK hér.