Þróun í þágu kvenna – allra hagur

24. mars kl. 12:00-13:00 flytur Margrét Rósa Jochumsdóttir, þróunarfræðingur erindið Þróun í þágu kvenna – allra hagur: Saga og starfsemi landsnefndar UNIFEM á Íslandi í tuttugu ár í stofu 103 á Háskólatorgi.

Margrét gerir grein fyrir sögu, áherslum og aðferðum landsnefndar UNIFEM á Íslandi en það er inntak meistararitgerðar sem hún lauk nýverið við í þróunarfræðum. Niðurstöður rannsóknar Margrétar byggja á viðtölum við tíu konur sem setið hafa í stjórn félagsins á mismunandi tímum síðastliðin 20 ár, þátttökuathugunum og skriflegum gögnum frá félaginu. Hún mun m.a. fjalla um þau áhrif sem femínísk hugmyndafræði hefur haft á stefnur og aðferðir sem beitt hefur verið í alþjóðlegu þróunarsamstarfi síðustu áratugi.