Í erindinu mun Guðný Guðbjörnsdóttir prófessor í uppeldis- og menntunarfræði segja frá rannsóknum sínum á kvenstjórnendum í menntakerfinu. Hún mun leggja áherslu á margbreytileikann í orðræðunni um kyngervi (gender) við stjórnun leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla og tengja niðurstöður sínar við fræðilega umræðu um kynjaðar hugmyndir um leiðtoga og stjórnendur.

Sjá nánar um rannsóknir Guðnýjar á stjórnendum í menntakerfinu í:
Guðný Guðbjörnsdóttir (1997). Kynferði og stjórnun menntamála í kvennafræðilegu ljósi. Í Helga Kress og Rannveig Traustadóttir(ritstj.) ÍSLENSKAR KVENNARANNSÓKNIR. Reykjavík: Háskóli Íslands, Rannsóknastofa í kvennafræðum, 179-187.
Guðný Guðbjörnsdóttir (2001). Orðræður um árangur, skilvirkni og kyngervi við stjórnun menntastofnana. Í Uppeldi og menntun, Tímariti Kennaraháskóla Íslands, 10, 9-43.