Þátttaka kvenna í ákvarðanatöku í fiskeldi

Anna Karlsdóttir hefur skrifað skýrslu um ákvarðanatöku kvenna í fiskeldi á Íslandi. Verkefnið tengist alþjóðlegu norðurslóðaverkefni um konur og ákvarðanatöku í sjávarútvegi. Á Íslandi var sjónum beint að konum og fiskeldi en gögn um mannauð greinarinnar lágu ekki fyrir, hvorki í kynjavídd né í faglegu uppgjöri, og varpa niðurstöður greiningarinnar nýju ljósi á þátttöku kvenna í atvinnugreininni. Hér má lesa skýrsluna.