JafnréttiRannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum sendi hinn 2. mars eftirfarandi yfirlýsingu til Bryndísar Sigurjónsdóttur skólameistara Borgarholtsskóla:

„Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum – RIKK – hvetur stjórn Borgarholtsskóla til að gera kennslu í kynja- og jafnréttisfræðum að skyldunámsgrein innan skólans.

Í lögum um framhaldsskóla segi: „Framhaldsskólar búa nemendur undir þátttöku í atvinnulífinu og frekara nám. Þeir skulu leitast við að efla færni nemenda í íslensku máli, bæði töluðu og rituðu, efla siðferðisvitund, ábyrgðarkennd, víðsýni, frumkvæði, sjálfstraust og umburðarlyndi nemenda, þjálfa þá í öguðum og sjálfstæðum vinnubrögðum, jafnrétti og gagnrýninni hugsun, kenna þeim að njóta menningarlegra verðmæta og hvetja til þekkingarleitar.“ Aðalnámskrá fyrir framhaldsskóla er reist á sex grunnþáttum og er jafnrétti einn af þeim. Allir eiga þættirnir sér stoð í löggjöf um framhaldsskóla og öðrum lögum s.s. lögum um jafna stöðu kvenna og karla og í alþjóðlegum samningum sem Ísland er aðili að.

Löngu er tímabært að þessari grunnstoð sé gert hærra undir höfði í menntun ungs fólks og að farið sé að lögum um jafnréttismenntun í landinu.

Borgarholtsskóli hefur verið mikilvægt fordæmi og sýnt fram á jákvæð áhrif jafnréttisfræðslu og við hvetjum skólann til að halda áfram því mikilvæga starfi með því að gera kynjafræði að skyldunámsgrein í skólanum.“