“Þetta er út um allt!” – Upplifun og viðhorf unglinga til kláms

Skýrsla Andreu J. Ólafsdóttur og Hjálmars G. Sigmarssonar sem þau unnu sumarið 2006 og var styrkt af nýsköpunarsjóðsverkefni . Með aukinni og almennri tölvu- og netvæðingu hefur klámefni orðið mun aðgengilegra og þá einnig fyrir börn og unglinga. Markmið rannsóknarinnar var að öðlast dýpri og margþættari skilning á því hvort og hvernig unglingar upplifa og túlka klám í sínu umhverfi; hvaða skoðanir þau hafa á því; og hvernig þau tjá sig um klám. Einnig var skoðað hvort og hvernig stelpur og strákar upplifi og tjái sig um klám með ólíkum hætti. Að auki var það markmið þessarar rannsóknar að efla umræðu og fræðslu um áhrif kláms á ungt fólk. Sjá hér: Viðhorf íslenskra ungmenna til kláms.