Rannsóknaverkefni um áhrif atvinnumissis á líðan og heilsu: Afleiðingar bankahruns

Í byrjun júní 2008 stóðu Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja, í samvinnu við RIKK og Rannsóknarstofu í vinnuvernd fyrir umfangsmikilli rannsókn meðal starfsmanna fjármálafyrirtækja sem höfðu misst vinnuna í hópuppsögnum í tengslum við fjármálahrunið. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna heilsu og líðan þeirra sem misstu vinnuna. Einnig var spurt um núverandi atvinnustöðu, virkni í atvinnuleit, líkur á atvinnu í nánustu framtíð, auk þess sem spurt var um viðhorf til uppsagna, sanngirni í uppsögnum og stuðning frá stéttarfélagi. Verkefnið var fjármagnað af RIKK að stórum hluta. Umsjón með rannsókninni hafði Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor í félagsfræði og Helena Jónsdóttur, MA í sálfræði. Spurningalistar voru sendir til þátttakenda vorið 2009. Úrvinnslan fór fram í maí og júní.

Í kjölfar falls íslenskra bankakerfisins í október 2008 var ríflega 600 starfsmönnum fjármálastofnana sagt upp í hópuppsögnum og nýjar tölur benda til þess að frá því í mars 2008 hafi allt að 1600 bankamenn misst vinnuna. Í þeirri rannsókn var markmiðið að kanna tengsl atvinnumissis við heilsu og líðan þessara 1600 starfsmanna, viðhorf þeirra til tiltekinna þátta bankahrunsins, einkum þeirra sem viðkoma þeim stuðningi sem hópurinn hefur fengið. Sérstaklega var horft til mismunandi áhrifa atvinnumissis á konur og karla. Þar sem ástand vinnumarkaðar á Íslandi var mjög gott fyrir bankahrunið hafa ítarlegar rannsóknir á sértækum hópum þeirra er missa vinnu ekki verið mögulegar. Að auki var markmiðið að greina hvernig einstaklingsbundnir þættir eins og kyn og aldur geti hugsanlega spáð fyrir um andlega líðan og líkamlega heilsu fólks í kjölfar atvinnumissis. Fyrstu niðurstöður voru kynntar á hádegisfyrirlestri RIV, föstudaginn 20. nóvember 2009.