Rannsóknarstofa í kvennafræðum við Háskóla Íslands og mannréttindaskrifstofa Íslands halda ráðstefnu um íslenskar kvennarannsóknir og mannréttindi kvenna helgina 20.-22. október. Ráðstefnan er þverfagleg og endurspeglar stöðu íslenskra kvennarannsókna. Ráðstefnan er haldin í Odda. Ráðstefnurit með fyrirlestrum ráðstefnunnar verður síðar gefið út.

 

Erindin sem flutt voru á ráðstefnunni:

 

Auður Eir Vilhjálmsdóttir: Kvennakirkjan – brottförin heim

 

Inga Dóra Björnsdóttir: Gagnrýni og Gróska: Um hlut gagnrýni í þróun kvennafræða

 

Inga Huld Hákonardóttir: Að opna augun. Vangaveltur um aðferðir á vettvangi hefðbundinnar sagnfræði.

 

Sigríður Th. Erlendsdóttir: Hlutur Kvenréttindafélags Íslands í kjarabaráttu kvenna

 

Herdís Helgadóttir: Fyrirlestur um BA-ritgerð Herdísar Helgadóttur í mannfræði 1994 „Vaknaðu kona! Barátta Rauðsokka frá þeirra eigin sjónarhóli.“

 

Auður Styrkársdóttir: Mæðrarhyggja: Frelsisafl eða kúgunartæki?

 

Guðrún Ingólfsdóttir: „var eg ein um látin“ Orðræða kvenna í Laxdæla sögu

 

Guðni Elísson: Írónía sem feminísk orðræða

 

Dagný Kristjánsdóttir: Hungur sálar og líkama: um mat og bókmenntir

 

Yrsa Þórðardóttir: Komdu til sjálfrar þín – farðu burt Kvennaguðfræði og sálgreining

 

Kristín Björnsdóttir: Orðræða um þarfir: Umönnun í heimahúsum

 

Rannveig Traustadóttir: Kvenleiki og fötlun

 

Gerður G. Óskarsdóttir: Störf og aðstæður ungra kvenna í atvinnulífinu

 

Guðbjörg Linda Rafnsdóttir: Valkyrjur eða ambáttir? Sjálfsbjargarviðleitni íslenskra kvenna

 

Starfsmat – leið í jafnlaunabaráttu kvenna?

 

Ása Guðmundsdóttir: Tilfinningaleg vandamála kvenna í áfengismeðferð

 

Guðrún Jónsdóttir: Kvenfrelsi og kynferðislegt ofbeldi

 

Ingólfur V. Gíslason: Karlar gegn ofbeldi

 

Dr. Guðný Guðbjörnsdóttir: Kynferði og stjórnun menntamála í kvennafræðilegu ljósi

 

Guðrún Bjarnadóttir: Stelpur og strákar. Hvenær fá þau sérkennslu?

 

Guðrún Helgadóttir: Samkennsla kynjanna í hannyrðum og smíði: skref í átt til jafnréttis?

 

Stefanía Traustadóttir: Ríkisfeminísmi – er hann til? Eru þá til femókratar??

 

Ólína Þorvarðardóttir: STÓRAR KONUR. Hvatir og viðhorf til kvenna í íslenskum tröllasögum.

 

Sigurrós Erlingsdóttir: Dalalíf – móðurlíf: Um mæður og syni í sögu Guðrúnar frá Lundi

 

Soffía Auði Birgisdóttir: Fyrirlestur um óléttu í íslenskum bókmenntum

 

Unnur Dís Skaptadóttir: Birting margbreytileikans í íslenskri sjávarbyggð

 

Dr. Sigrún Júlíusdóttir: Foreldrahlutverk og réttur barna: Erindi um fjölskyldugerðir, foreldrahlutverk og kynjamismunun.

 

Guðrún Ágústsdóttir: Kvennaathvarfið

 

Þóra Björk Hjartardóttir: Framburður, viðhorf og kynferði

 

Gísli Ágúst Gunnlaugsson og Ólöf Garðarsdóttir: Ekkjur á Íslandi um síðustu aldamót

 

Erla Huld Halldórsdóttir: „Illt er að vera fæddur kona“ Um sjálfsmynd kvenna í sveitasamfélagi 19. aldar

 

Helga Kress: Guðný Jónsdóttir frá Klömbrum, Líf og Ljóð

 

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir: UM ÆVI KONU og sannleikann í fræðunum

 

Annadís Greta Rúdólfsdóttir: Aldrei þú á aðra skyggðir