Pussy Riot og myndin af Rússlandi

Miðvikudaginn 5. september flytur Rebekka Þráinsdóttir, aðjúnkt í rússnesku við Háskóla Íslands, erindi sem ber heitið „Pussy Riot og myndin af Rússlandi”. Fyrirlesturinn verður haldinn í Öskju, stofu 132, kl. 12.25-13.10.

Nú er þess beðið hvort að dómi í máli þriggja kvenna úr rússnesku pönk- og aðgerðasveitinni Pussy Riot verði áfrýjað. Tveir aðrir félagar sveitarinnar hafa flúið land. Í erindinu verður fjallað um Pussy Riot, forsögu hópsins og starfsemi og velt upp spurningum á borð við hvert erindi hópsins er? Í hverju felst gagnrýni hans? Nær sú gagnrýni eyrum yfirvalda og almennings heima og að heiman eða beinist athyglin að einhverju öðru? Í þessu samhengi er líka áhugavert að rýna í þá mynd sem dregin er upp í íslenskum fjölmiðlum af Rússlandi og spyrja hvort sú mynd sé réttmæt.

 

Öll velkomin!