„Það var barn í dalnum …“ Um hrjáð börn og fleira í verkum Steinunnar Sigurðardóttur

Dagný Kristjánsdóttir, prófessor

Dagný Kristjánsdóttir, prófessor í íslenskum nútímabókmenntum, er sjötti fyrirlesari í fyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – og UNU-GEST – Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna – á vormisseri 2019. Fyrirlestur hennar nefnist: „„Það var barn í dalnum …“. Um hrjáð börn og fleira í verkum Steinunnar Sigurðardóttur“ og að venju er fyrirlesturinn fluttur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, fimmtudaginn 21. mars kl. 12:00-13:00.
Mjög margar af bókum Steinunnar Sigurðardóttur fjalla um dramatísk tilfinningasambönd, vináttu, stuðning og samstöðu. Eða þrá einmana fólks eftir slíkum tengslum sem geta ekki orðið. Það reynist einhver „ómögulegleiki“ í stöðunni. Oft eru fortíðardraugar á ferð. Það eru börn á sveimi; draugabörn, villibörn og börn sem hafa verið beitt ofbeldi eða verið vanrækt. Þau hafa iðulega verið svikin af fólki sem áttu að vernda þau. Hvernig er hægt að segja sögurnar af þeim og þarf að gera það?.
Dagný er prófessor í íslenskum samtímabókmenntum í Íslensku og menningardeild. Sérsvið hennar er íslensk bókmenntasaga, kvennabókmenntir, barnabókmenntir, kynjafræði, sálgreining og læknahugvísindi.

Read more »

Tekurðu D-vítamín? Heilsa, nýfrjálshyggja og einstaklingsvæðing ábyrgðar

Nanna Hlín Halldórsdóttir
©Kristinn Ingvarsson

Nanna Hlín Halldórsdóttir, doktor í heimspeki, er fimmti fyrirlesari í fyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – og UNU-GEST – Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna – á vormisseri 2019. Fyrirlestur hennar nefnist: „Tekurðu D-vítamín? Heilsa, nýfrjálshyggja og einstaklingsvæðing ábyrgðar“ og að venju er fyrirlesturinn fluttur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, fimmtudaginn 7. mars kl. 12:00-13:00.

Flest okkar upplifa flensu og veikindi í hversdagslífinu en hjá sumum okkar dragast þessi veikindi á langinn. Langveikt fólk lifir oft við annað hvort óskilgreind veikindi eða lítt viðurkennda sjúkdóma á borð við ME/síþreytu. Oftar en ekki býr þessi hópur þannig við erfið lífsskilyrði og jafnvel mikla örvæntingu. Þegar erfitt er að staðsetja orsök veikinda út frá skýrt skilgreindum þekkingaramma vísindanna hefur það í för með sér þær félagslegu afleiðingar að langveiku fólki er beint eða óbeint send þau skilaboð að veikindin séu á einhvern hátt þeim sjálfum að kenna. Í þessum fyrirlestri verður spurningin: „Tekurðu D-vítamín?“, sem langveikt fólk fær í tíma og ótíma, tekin sem dæmi um hvernig að hugmyndir um heilsu og ábyrgð fléttast saman innan samfélagskerfis sem dregur (enn) dám af nýfrjálshyggju. Spurningin um ábyrgð myndar grunn siðfræðilegrar orðræðu og þegar hún er einstaklinsvætt er það einstaklingurinn einn sem ber ábyrgð á því hvernig honum farnast, og ekki er tekið tillit til félagslegra, jafnvel ekki líffræðilegra (óþekktra) þátta.

Read more »

Ungar stúlkur og vímuefni. Málstofa um stefnumótun og forvarnir

(English below)

Dagsetning: Þriðjudagur 26. febrúar 2019 kl. 8.30-11:00

Staðsetning: Lögberg 103, Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík

Skráningargjald: 3.000 kr. Greiðið hér.

Fyrirlesari:

Dr. Nancy Poole, forstöðukona, Centre of Excellence for Women’s Health, Bresku-Kólumbíu, Kanada.

Fyrir hvern? Málsstofan er hugsuð fyrir þá sem vinna að stefnumótun á sviði áfengis- og vímuefna-vanda, hafa eftirlitshlutverki að gegna, veita fræðslu og þjónustu.

Þema: Fjallað verður um nokkur lykilatriði stefnumótunar um áfengis- og vímuefnamál og hins vegar um ungar stúlkur og vímuefnanotkun. Nancy mun kynna þær aðferðir sem hafa verið þróaðar og nýttar í Kanada og síðan gefst tækifæri til umræðna.

Read more »

Hugleiðingar um kyn og umbreytandi velferð í kjölfar átaka: Pólitísk hagfræði kynferðisofbeldis í Bosníu og Hersegóvínu og Líberíu

(English below)

Dr. Marsha Henry

Dr. Marsha Henry, dósent í kynjafræði, er fjórði fyrirlesari í fyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – og UNU-GEST – Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna – á vormisseri 2019. Fyrirlestur hennar nefnist: „Hugleiðingar um kyn og umbreytandi velferð í kjölfar átaka: Pólitísk hagfræði kynferðisofbeldis í Bosníu-Hersegóvínu og Líberíu“ og að venju er fyrirlesturinn fluttur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, fimmtudaginn 21. febrúar kl. 12:00-13:00.

Í fyrirlestrinum fjallar dr. Henry um rannsókn sem hún vann fyrir nokkrum árum á menningar- og félagslegu sambandi heilsufars og félagslegrar velferðar þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í stríðsátökum (CRGBV) í Bosníu-Hersegóvínu og Líberíu. Rannsóknin miðaði að því að móta kenningu um kynjaviðmið og kerfislægt ójafnrétti til að skýra viðvarandi hindranir gegn því að konur nýti sér þá lögfræðiráðgjöf og samfélagslega stuðning sem frjáls félagasamtök veita konum sem orðið hafa fyrir ofbeldi.

Read more »

Drögum kynjatjöldin frá: Til móts við kynjaða heildarsýn á áföll og fíkn

Drögum kynjatjöldin frá: Til móts við kynjaða heildarsýn á áföll og fíkn er yfirskrift ráðstefnu sem haldin er á Hótel Natura, hinn 28. febrúar og 1. mars næstkomandi, í samvinnu Rannsóknastofu í jafnréttisfræðum (RIKK),
Rótarinnar – félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, Alþjóðajafnréttisskólans og Jafnréttisstofu. Sjá nánar á sérvef ráðstefnunnar: https://conference.hi.is/genderandaddiction/ og á Facebook.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, opnar ráðstefnuna með ávarpi en fjöldi erlendra sérfræðinga tekur þátt í henni. Þar er fyrsta að telja Dr. Elizabeth Ettorre, prófessor emerítus í félagsfræði og félagsmálastefnu við Háskólann í Liverpool og Leverhulme Emeritus styrkþega, heiðursprófessor við Árósaháskóla og Háskólann í Plymouth á Bretlandi. Hún fjallar um konur, vímuefnaneyslu og samþættingu. Elizabeth hefur starfað við rannsóknir á vímuefnaneyslu síðan á áttunda áratug síðustu aldar og er einn virtasti fræðimaður Evrópu á sínu sviði.

Read more »

Fórnarlamb eða þolandi? Að velja sér sjálfsmynd og öðlast viðurkenningu í kjölfar kynferðisofbeldi á stríðstímum í Bosníu

Dr. Zilka Spahić-Šiljak

(English below)

Dr. Zilka Spahić-Šiljak, dósent, er þriðji fyrirlesari í fyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – og UNU-GEST – Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna – á vormisseri 2019. Fyrirlestur hennar nefnist: „Fórnarlamb eða þolandi? Að velja sér sjálfsmynd og öðlast viðurkenningu í kjölfar kynferðisofbeldis á stríðstímum í Bosníu“ og að venju er fyrirlesturinn fluttur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, fimmtudaginn 7. febrúar kl. 12:00-13:00.

Read more »