Hugleiðingar um kyn og umbreytandi velferð í kjölfar átaka: Pólitísk hagfræði kynferðisofbeldis í Bosníu og Hersegóvínu og Líberíu

(English below)

Dr. Marsha Henry

Dr. Marsha Henry, dósent í kynjafræði, er fjórði fyrirlesari í fyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – og UNU-GEST – Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna – á vormisseri 2019. Fyrirlestur hennar nefnist: „Hugleiðingar um kyn og umbreytandi velferð í kjölfar átaka: Pólitísk hagfræði kynferðisofbeldis í Bosníu-Hersegóvínu og Líberíu“ og að venju er fyrirlesturinn fluttur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, fimmtudaginn 21. febrúar kl. 12:00-13:00.

Í fyrirlestrinum fjallar dr. Henry um rannsókn sem hún vann fyrir nokkrum árum á menningar- og félagslegu sambandi heilsufars og félagslegrar velferðar þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í stríðsátökum (CRGBV) í Bosníu-Hersegóvínu og Líberíu. Rannsóknin miðaði að því að móta kenningu um kynjaviðmið og kerfislægt ójafnrétti til að skýra viðvarandi hindranir gegn því að konur nýti sér þá lögfræðiráðgjöf og samfélagslega stuðning sem frjáls félagasamtök veita konum sem orðið hafa fyrir ofbeldi.

Read more »

Drögum kynjatjöldin frá: Til móts við kynjaða heildarsýn á áföll og fíkn

Drögum kynjatjöldin frá: Til móts við kynjaða heildarsýn á áföll og fíkn er yfirskrift ráðstefnu sem haldin er á Hótel Natura, hinn 28. febrúar og 1. mars næstkomandi, í samvinnu Rannsóknastofu í jafnréttisfræðum (RIKK),
Rótarinnar – félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, Alþjóðajafnréttisskólans og Jafnréttisstofu. Sjá nánar á sérvef ráðstefnunnar: https://conference.hi.is/genderandaddiction/ og á Facebook.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, opnar ráðstefnuna með ávarpi en fjöldi erlendra sérfræðinga tekur þátt í henni. Þar er fyrsta að telja Dr. Elizabeth Ettorre, prófessor emerítus í félagsfræði og félagsmálastefnu við Háskólann í Liverpool og Leverhulme Emeritus styrkþega, heiðursprófessor við Árósaháskóla og Háskólann í Plymouth á Bretlandi. Hún fjallar um konur, vímuefnaneyslu og samþættingu. Elizabeth hefur starfað við rannsóknir á vímuefnaneyslu síðan á áttunda áratug síðustu aldar og er einn virtasti fræðimaður Evrópu á sínu sviði.

Read more »

Fórnarlamb eða þolandi? Að velja sér sjálfsmynd og öðlast viðurkenningu í kjölfar kynferðisofbeldi á stríðstímum í Bosníu

Dr. Zilka Spahić-Šiljak

(English below)

Dr. Zilka Spahić-Šiljak, dósent, er þriðji fyrirlesari í fyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – og UNU-GEST – Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna – á vormisseri 2019. Fyrirlestur hennar nefnist: „Fórnarlamb eða þolandi? Að velja sér sjálfsmynd og öðlast viðurkenningu í kjölfar kynferðisofbeldis á stríðstímum í Bosníu“ og að venju er fyrirlesturinn fluttur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, fimmtudaginn 7. febrúar kl. 12:00-13:00.

Read more »

Að breikka sjónarsviðið. Kostir og gallar þess að samþætta karlmennsku- og hinseginsjónarmið að konum, friði og öryggi

(English below)

Dr. Henri Myrttinen

Dr. Henri Myrttinen, doktor í kynjafræði, er annar fyrirlesari í fyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – og UNU-GEST – Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna – á vormisseri 2019. Fyrirlestur hans nefnist: „Að breikka sjónarsviðið. Kostir og gallar þess að samþætta karlmennsku- og hinseginsjónarmið að konum, friði og öryggi“ og að venju er fyrirlesturinn fluttur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, fimmtudaginn 24. janúar kl. 12:00-13:00.

Undanfarin fimm ár hefur orðið vart við aukinn þrýsting innan akademíu og á meðal stefnumótunaraðila að breyta „konur, friður og öryggi“ í „kyngervi, friður og öryggi“. Þessi áherslubreyting felur í sér breiðara sjónarsvið þar sem litið er til karla, karlmennsku, svo og fjölbreyttra kynhneigða og –vitunda. Þessi áherslubreyting er að mörgu leyti kærkomin og getur, þegar vel tekst til, stutt við valdeflingu kvenna og kynjajafnrétti. Á hinn bóginn er hætta á að breytingin grafi undan markmiðum málaflokksins og jaðarseti áherslur kvenna og stúlkna. Í fyrirlestrinum verður fjallað um kosti og galla þess að samþætta karlmennsku og hinseginsjónarmið að málaflokknum og hvernig megi samræma ólíkar áherslur til að stuðla að kynjajafnrétti.

Read more »

Áföll og heilsufarslegar afleiðingar þeirra

Dr. Edda Björk Þórðardóttir
Dr. Edda Björk Þórðardóttir

Edda Björk Þórðardóttir er fyrsti fyrirlesari fyrirlestraraðar RIKK á vormisseri 2019 og nefnist fyrirlestur hennar „Áföll og heilsufarslegar afleiðingar þeirra.“ Fyrirlesturinn er fluttur á íslensku fimmtudaginn 10. janúar, kl. 12:00-13:00 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Í erindi sínu mun Edda Björk fjalla um áhrif áfalla á heilsufar, sér í lagi tengsl þungbærrar lífsreynslu í æsku og heilsufars á fullorðinsárum. Þá verður sérstaklega rætt um áfallastreitu og kenningar um kynjamun í birtingarmynd einkenna hennar. Edda mun greina frá rannsóknum sínum og kollega um afleiðingar áfalla á heilsu barna og fullorðina í íslenskum og erlendum þýðum. Fjallað verður um algengi ofbeldis og þjónustunýtingu í kjölfar þess á Íslandi og kynjamunur ræddur. Að lokum mun Edda Björk segja frá Áfallasögu kvenna, víðamiklu rannsóknarverkefni á vegum læknadeildar Háskóla Íslands.

Read more »

Myndbönd og erindi – „Minna hot í ár“. Stjórnmálaorðræða á Íslandi, annó 2018

Efni af málþingi RIKK og Kvenréttindafélags Íslands „Minna hot í ár“. Stjórnmálaorðræða á Íslandi, annó 2018, er nú aðgengilegt á vef RIKK, bæði myndbönd og textar. Einnig er bent á að myndbandsupptaka af málþinginu, bæði í heild og hvert erindi fyrir sig, er aðgengilegt á spilunarlista RIKK á Youtube-rás Hugvísindasviðs Háskóla Íslands.

Frummælendur voru eftirfarandi fræðimenn og með því að fylgja krækjunum er hægt að nálgast erindi þeirra, bæði sem texta og myndband:

Irma Erlingsdóttir, dósent og forstöðumaður: Stjórnmál vináttunnar og útilokun kvenna

Ragnheiður Kristjánsdóttir, dósent í sagnfræði: Konur og stjórnmál í sögulegu samhengi

Erla Hulda Halldórsdóttir, dósent í kvenna- og kynjasögu: Ímyndir og ómyndir. Orðræður um konur

Read more »