Ímyndir og ómyndir. Orðræður um konur – Erindi á málþingi um íslenska stjórnmálaorðræðu

Ör-erindi Erlu Huldu Halldórsdóttur, dósents í kvenna- og kynjasögu, á málþinginu „„Minna hot í ár.“ Stjórnmálaorðræða á Íslandi, annó 2018“, umkvenfyrirlitningu, þöggun og tvískinnung í íslenskri stjórnmálaorðræðu sem fór fram á vegum Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – RIKK – við Háskóla Íslands og Kvenréttindafélags Íslands, í Veröld – húsi Vigdísar hinn 5. desember 2018. Sjá nánar hér.

 

Ímyndir og ómyndir. Orðræður um konur

Erla Hulda Halldórsdóttir, dósent

Frá upphafi hafa verið til staðar hugmyndir um mismunandi hlutverk og eðli kynjanna. Karlmenn eru tengdir við skynsemi og rökhugsun – konur við tilfinningar og órökvísi. Karlar tilheyra almannasviðinu: rými athafna, pólitíkur og valds en konur einkasviðinu: heimili og börnum.

Um þetta, meðal annars, fjallar Mary Beard prófessor við Cambridge-háskóla í bók, þar sem hún ræðir um þá eldgömlu hefð að segja konum að halda kjafti og vera sætar – um tungumálið þar sem karlmaðurinn hefur málið, ræðuna og rökvísina, á sínu valdi. Rödd hans er djúp og valdsmannsleg en rödd kvenna hefur aldrei verið nógu góð, hvorki út frá því hvernig hún hljómar né því sem hún segir. Þessar hugmyndir, segir Beard, hafa enn mótandi áhrif á okkur. Read more »

En hvað með lögin? – Erindi á málþingi um íslenska stjórnmálaorðræðu

Ör-erindi Ragnhildar Helgadóttur, forseta lagadeildar Háskólans í Reykjavík, á málþinginu „„Minna hot í ár.“ Stjórnmálaorðræða á Íslandi, annó 2018“, umkvenfyrirlitningu, þöggun og tvískinnung í íslenskri stjórnmálaorðræðu sem fór fram á vegum Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – RIKK – við Háskóla Íslands og Kvenréttindafélags Íslands, í Veröld – húsi Vigdísar hinn 5. desember 2018. Sjá nánar r.

 

 En hvað með lögin?

Ragnhildur Helgadóttir, forseti lagadeildar HR

Í umræðum undanfarinna daga hefur oft verið vísað til þess að alþingismenn beri ábyrgð gagnvart kjósendum, í kosningum, og engir aðrir geti beitt þá viðurlögum vegna hegðunar þeirra. Þetta stemmir sannarlega við lög; stjórnarskrá geymir ákvæði um kjör þeirra og um sjálfstæði þeirra og þingsins og í almennum lögum er að finna fleiri ákvæði sem tryggja eiga sjálfstæði Alþingis og alþingsmanna.

Reglurnar eru hugsaðar til að tryggja fulltrúum þjóðarinnar öryggi og vinnufrið, ekki síst gagnvart framkvæmdarvaldinu, en vandinn við þetta, þegar upp kemur mál eins og Klausturmálið, er tvíþættur. Read more »

Löglegt en siðlaust. Hversu lengi getur vont versnað? – Erindi á málþingi um íslenska stjórnmálaorðræðu

Ör-erindi Þorgerðar H. Þorvaldsdóttur, doktors í kynjafræði, á málþinginu „Minna hot í ár.“ Stjórnmálaorðræða á Íslandi, annó 2018, um kvenfyrirlitningu, þöggun og tvískinnung í íslenskri stjórnmálaorðræðu sem fór fram á vegum Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – RIKK – við Háskóla Íslands og Kvenréttindafélags Íslands, í Veröld – húsi Vigdísar hinn 5. desember 2018. Sjá nánar: hér.

Löglegt en siðlaust. Hversu lengi getur vont versnað?

Dr. Þorgerður H. Þorvaldsdóttir

Þann 24. nóvember 2017 birtu rúmlega 400 konur úr öllum stjórnmálaflokkum #metoo-áskorun og 136 ofbeldissögur undir millumerkinu #ískuggavaldsins og þar með var íslensku #metoo-byltingunni hrundið af stað.

Þá héldum við að botninum væri náð og nú væri aðeins hægt að spyrna sér uppá við. En tæplega ári síðar hittust fjórir þingmenn Miðflokksins og tveir frá Flokki fólksins á óformlegum drykkjufundi á Klausturbar – og sorinn og skíturinn sem uppúr þeim vall var slíkur að það var eins og #metoo hefði aldrei gerst. Hatursorðræðan – þar sem megn kvenfyrirlitning blandaðist fötlunarfyrirlitningu og hómófóbíu var gengdarlaus og við þurfum að þora að kalla hlutina réttum nöfnum. Hatursorðræða er lauslega skilgreind sem „öll tjáning sem dreifir, hvetur til, stuðlar að eða réttlætir hatur sem byggir á umburðarleysi og fjandskap gegn hverskyns minnihlutahópum og gegn konum“. Read more »

Illt umtal sem kúgunartól – Erindi á málþingi um íslenska stjórnmálaorðræðu

Ör-erindi Eyju Margrétar Brynjarsdóttur, aðjunkts í heimspeki, á málþinginu „Minna hot í ár.“ Stjórnmálaorðræða á Íslandi, annó 2018, um kvenfyrirlitningu, þöggun og tvískinnung í íslenskri stjórnmálaorðræðu sem fór fram á vegum Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – RIKK – við Háskóla Íslands og Kvenréttindafélags Íslands, í Veröld – húsi Vigdísar hinn 5. desember 2018. Sjá nánar hér.

Illt umtal sem kúgunartól

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Eitt af því sem hefur verið rætt varðandi Klausturmálið og sem virðast vera nokkuð skiptar skoðanir um er hvort fyrirlitningartal, eins og þar átti sé stað, sé óvænt og óvenjulegt eða hvort þetta sé eitthvað sem búast má við. Fólk hefur verið hikandi við að samþykkja hið síðarnefnda því þá sé verið normalísera slíkt tal og að dregið sé úr alvarleika málsins. Read more »

Sorrí með mig (er bannað að segja það sem manni finnst?) – Erindi á málþingi um íslenska stjórnmálaorðræðu

Ör-erindi Henrys Alexanders Henryssonar, aðjunkts við heimspeki- og sagnfræðideild Háskóla Íslands, á málþinginu „Minna hot í ár.“ Stjórnmálaorðræða á Íslandi, annó 2018, um kvenfyrirlitningu, þöggun og tvískinnung í íslenskri stjórnmálaorðræðu sem fór fram á vegum Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – RIKK – við Háskóla Íslands og Kvenréttindafélags Íslands, í Veröld – húsi Vigdísar hinn 5. desember 2018. Sjá nánar hér.

 

Sorrí með mig (er bannað að segja það sem manni finnst?)

Dr. Henry Alexander Henrysson

Fyrir um ári síðan var ég staddur í búningsherbergi líkamsræktarstöðvar og hlustaði á samtal tveggja manna. Margt í fari þeirra benti til þess að þeir tilheyrðu þeim hópi Íslendinga sem búa við þá efnahagslegu velsæld og félagslegt öryggi sem segja má að sé einstakt í sögu mannkyns. Þrátt fyrir það gátu þeir ekki stillt sig um afar slæmt orðbragð gegn því sem þeir töldu vera mestu hættu samtímans: kvenkyns leiðtoga í stjórnmálum og innflytjendur. Það mátti heyra á þeim að hér væri allt á heljarþröm vegna þessara „hópa“. Read more »

Þránað smjör. Nokkur orð um hómófóbíska orðræðu íslenskra popúlista – Erindi á málþingi um íslenska stjórnmálaorðræðu

Ör-erindi Hafdísar Erlu Hafsteinsdóttur, sagnfræðings, á málþinginu „„Minna hot í ár.“ Stjórnmálaorðræða á Íslandi, annó 2018“, umkvenfyrirlitningu, þöggun og tvískinnung í íslenskri stjórnmálaorðræðu sem fór fram á vegum Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – RIKK – við Háskóla Íslands og Kvenréttindafélags Íslands, í Veröld – húsi Vigdísar hinn 5. desember 2018. Sjá nánar hér.

 

Þránað smjör. Nokkur orð um hómófóbíska orðræðu íslenskra popúlista

„Geir slapp í gegnum þetta eins og smjör á smokknum hjá honum þarna Friðriki Ómari.“

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokks og fyrrverandi utanríkisráðherra.

Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, sagnfræðingur

Þessi undarlega anekdóta fékk að flakka í Klaustursumræðunum svokölluðu, en þar líkti Gunnar Bragi skipun Geirs H.Haarde í sendiherrastöðu við endaþarmsmök samkynhneigðra karla. Fyrir utan hið augljósa, það er hversu rætin og óforskömmuð þessi ummæli eru, er ýmislegt við þau sem vekur athygli og er vert að ræða nánar. Það fyrsta er að þessi ummæli, fyrir utan að vera fullkomlega óskiljanleg, þjóna engum tilgangi í samtalinu – nema að eiga að vera fyndin og undirstrika hvað Gunnar Bragi er sniðugur og kaldur kall. Read more »