Álitamál um heilsufar transfólks

Sólveig Anna Bóasdóttir, Viviane Namaste og Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir

(English below)

Málþing um transfólk, heilbrigði og réttlæti verður haldið föstudaginn 13. apríl frá kl. 13.00 til 15.00 í samstarfi RIKK og Samtakanna 78, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Samtökin 78 fagna í ár 40 ára afmæli sínu og er málþingið haldið í tilefni af þeim tímamótum.  Read more »

Skipulag heilbrigðisþjónustu fyrir konur: Lærdómur úr samfélagi innflytjenda frá Haítí, í Montréal

(English below)

Dr. Viviane Namaste

Viviane Namaste, prófessor við Concordia-háskóla í Montréal, Kanada er sjöundi fyrirlesari í fyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST)  á vormisseri 2018. Fyrirlestur hennar nefnist: “Skipulag heilbrigðisþjónustu fyrir konur: Lærdómur úr samfélagi innflytjenda frá Haítí í Montréal”, og er hann fluttur í stofu 101 í Odda, fimmtudaginn 12. apríl frá kl. 12.00-13.00.

Saga alnæmis í Norður Ameríku er oft tengt við samfélag samkynhneigðra karlmanna. Fyrirlestur Namaste fjallar um áhrif alnæmis á samfélag fólks frá Haítí, í Montreal í Kanada, og er sjónum beint að viðbrögðum kvenna í því samfélagi við alnæmisfaraldrinum þar í borg. Þegar viðbrögðin eru skoðuð má finna rými til að skoða gagnrýnum augum hvernig beri að virkja nærsamfélög í baráttunni við tiltekin heilbrigðis- og félagsleg vandamál og það mikilvæga hlutverk sem hjúkrunarfræðingar gegna í því sambandi. Read more »

Trú, kyn og stjórnmál í ljósi mannréttinda. Sifjafræðileg greining

(English below)

Linda Hogan

Linda Hogan, prófessor í samkirkjulegri guðfræði, er sjötti fyrirlesari í fyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST) á vormisseri 2018. Fyrirlestur hennar nefnist: „Trú, kyn og stjórnmál í ljósi mannréttinda. Sifjafræðileg greining“ og er fluttur í Hátíðasal Háskóla Íslands, mánudaginn 19. mars á milli kl. 12.00 og 13.00.

Sambandið á milli trúar og mannréttinda er umdeilt hitamál, ekki síst þegar fjallað er um jafnrétti kynjanna og mannréttindi kvenna. Í fyrirlestrinum er því haldið fram að trúarbrögð geti verið mikilvægur bakhjarl í baráttu fyrir mannréttindum kvenna en því aðeins að sifjafræðilegri gagnrýni sé beitt á trúarbrögðin. Slík gagnrýni skorar á hólm eðlishyggjulegan skilning á menningu, einsleitni samfélaga og óbreytanleika hefða. Read more »

Hvar liggja mörkin? Egypskar konur og arabíska vorið

©Kristinn Ingvarsson
Magnús Þorkell Bernharðsson

(English below)

Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í nútímasögu Mið-Austurlanda, er fimmti fyrirlesari í fyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST) á vormisseri 2018. Fyrirlestur hans nefnist: „Hvar liggja mörkin? Egypskar konur og arabíska vorið“ og er fluttur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, fimmtudaginn 8. mars á milli kl. 12.00 og 13.00.

Í fyrirlestrinum verður rýnt í sögu egypsku kvenréttindahreyfingarinnar, fyrst verður sjónum beint að verkum Huda Shaarawi og endað á margbreytilegum hreyfingum femínista í Egyptalandi í samtímanum. Hvaða aðferðir hafa skilað árangri og hvaða sigrar verið unnir? Hvar hefur helst orðið vart við afturkippi? Fyrir hvaða málefnum hafa egypskar konur helst barist og hversu líklegt er að ástandið muni batna í Egyptalandi eftir arabíska vorið? Read more »

Fjárlagagerð í þágu kvenréttinda: Skattaréttlæti og kynjajafnrétti

(English below)

Dr. Elisabeth Klatzer

Dr. Elisabeth Klatzer, hagfræðingur og sérfræðingur í kynjaðri hagstjórn, er fjórði fyrirlesari í fyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – og UNU-GEST – Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna – á vormisseri 2018. Fyrirlestur hennar nefnist: “Fjárlagagerð í þágu kvenréttinda: Skattaréttlæti og kynjajafnrétti”, og er hann fluttur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, fimmtudaginn 22. febrúar kl. 12.00-13.00.

Dr. Klatzer starfar sem rannsakandi, fyrirlesari, alþjóðlegur ráðgjafi og aktívisti fyrir femíníska hagstjórn, efnahagsstefnu og kynjaða fjárlagagerð. Hún er með doktorspróf í pólitískri hagfræði frá Vínarháskóla í Austurríki og meistarapróf í stjórnsýslufræðum frá Harvard-háskóla. Klatzer hefur gefið út mikið af efni á sínu sviði og það nýjasta er bókin “Gender Budgeting in Europe. Developments and Progress”, sem hún ritstýrir — ásamt Angelu O’Hagan, prófessor – og kemur út í mars næstkomandi hjá Palgrave MacMillan útgáfunni. Read more »

Mannleg reisn í íslenskum rétti

(English below)

Dr. Ragnhildur Helgadóttir

Ragnhildur Helgadóttir, prófessor í stjórnskipunarrétti, er þriðji fyrirlesari í fyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – og UNU-GEST – Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna – á vormisseri 2018.

Fyrirlestur hennar nefnist „Mannleg reisn í íslenskum rétti“ og er hann fluttur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, fimmtudaginn 8. febrúar frá kl. 12.00 til 13.00.

Ragnhildur er forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík. Hún lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands og doktorsprófi frá lagadeild Virginíuháskóla árið 2004. Sérsvið hennar er stjórnskipunarréttur og réttarsaga.

Hugtakið „mannlega reisn“ er óvíða að finna í íslenskum rétti og ekki í stjórnarskrá. Í stjórnskipunarrétti virðist mannleg reisn hins vegar, m.a. á grundvelli alþjóðasamninga, talin undirstaða mannréttinda og þ.a.l. mikilvæg grunnregla í íslenskum rétti. Þetta er m.a. ljóst af þingskjölum um frumvarp stjórnlagaráðs og af framkvæmd. Sem slíkt skiptir hún máli um túlkun annarra reglna. Mannleg reisn kemur hins vegar fyrir í lögum á heilbrigðissviði og dómstólar og umboðsmaður Alþingis hafa vísað til hennar nokkrum sinnum. Read more »