Fórnarlamb eða þolandi? Að velja sér sjálfsmynd og öðlast viðurkenningu í kjölfar kynferðisofbeldi á stríðstímum í Bosníu

Dr. Zilka Spahić-Šiljak

(English below)

Dr. Zilka Spahić-Šiljak, dósent, er þriðji fyrirlesari í fyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – og UNU-GEST – Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna – á vormisseri 2019. Fyrirlestur hennar nefnist: „Fórnarlamb eða þolandi? Að velja sér sjálfsmynd og öðlast viðurkenningu í kjölfar kynferðisofbeldis á stríðstímum í Bosníu“ og að venju er fyrirlesturinn fluttur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, fimmtudaginn 7. febrúar kl. 12:00-13:00.

Read more »

Að breikka sjónarsviðið. Kostir og gallar þess að samþætta karlmennsku- og hinseginsjónarmið að konum, friði og öryggi

(English below)

Dr. Henri Myrttinen

Dr. Henri Myrttinen, doktor í kynjafræði, er annar fyrirlesari í fyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – og UNU-GEST – Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna – á vormisseri 2019. Fyrirlestur hans nefnist: „Að breikka sjónarsviðið. Kostir og gallar þess að samþætta karlmennsku- og hinseginsjónarmið að konum, friði og öryggi“ og að venju er fyrirlesturinn fluttur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, fimmtudaginn 24. janúar kl. 12:00-13:00.

Undanfarin fimm ár hefur orðið vart við aukinn þrýsting innan akademíu og á meðal stefnumótunaraðila að breyta „konur, friður og öryggi“ í „kyngervi, friður og öryggi“. Þessi áherslubreyting felur í sér breiðara sjónarsvið þar sem litið er til karla, karlmennsku, svo og fjölbreyttra kynhneigða og –vitunda. Þessi áherslubreyting er að mörgu leyti kærkomin og getur, þegar vel tekst til, stutt við valdeflingu kvenna og kynjajafnrétti. Á hinn bóginn er hætta á að breytingin grafi undan markmiðum málaflokksins og jaðarseti áherslur kvenna og stúlkna. Í fyrirlestrinum verður fjallað um kosti og galla þess að samþætta karlmennsku og hinseginsjónarmið að málaflokknum og hvernig megi samræma ólíkar áherslur til að stuðla að kynjajafnrétti.

Read more »

Áföll og heilsufarslegar afleiðingar þeirra

Dr. Edda Björk Þórðardóttir
Dr. Edda Björk Þórðardóttir

Edda Björk Þórðardóttir er fyrsti fyrirlesari fyrirlestraraðar RIKK á vormisseri 2019 og nefnist fyrirlestur hennar „Áföll og heilsufarslegar afleiðingar þeirra.“ Fyrirlesturinn er fluttur á íslensku fimmtudaginn 10. janúar, kl. 12:00-13:00 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Í erindi sínu mun Edda Björk fjalla um áhrif áfalla á heilsufar, sér í lagi tengsl þungbærrar lífsreynslu í æsku og heilsufars á fullorðinsárum. Þá verður sérstaklega rætt um áfallastreitu og kenningar um kynjamun í birtingarmynd einkenna hennar. Edda mun greina frá rannsóknum sínum og kollega um afleiðingar áfalla á heilsu barna og fullorðina í íslenskum og erlendum þýðum. Fjallað verður um algengi ofbeldis og þjónustunýtingu í kjölfar þess á Íslandi og kynjamunur ræddur. Að lokum mun Edda Björk segja frá Áfallasögu kvenna, víðamiklu rannsóknarverkefni á vegum læknadeildar Háskóla Íslands.

Read more »

Myndbönd og erindi – „Minna hot í ár“. Stjórnmálaorðræða á Íslandi, annó 2018

Efni af málþingi RIKK og Kvenréttindafélags Íslands „Minna hot í ár“. Stjórnmálaorðræða á Íslandi, annó 2018, er nú aðgengilegt á vef RIKK, bæði myndbönd og textar. Einnig er bent á að myndbandsupptaka af málþinginu, bæði í heild og hvert erindi fyrir sig, er aðgengilegt á spilunarlista RIKK á Youtube-rás Hugvísindasviðs Háskóla Íslands.

Frummælendur voru eftirfarandi fræðimenn og með því að fylgja krækjunum er hægt að nálgast erindi þeirra, bæði sem texta og myndband:

Irma Erlingsdóttir, dósent og forstöðumaður: Stjórnmál vináttunnar og útilokun kvenna

Ragnheiður Kristjánsdóttir, dósent í sagnfræði: Konur og stjórnmál í sögulegu samhengi

Erla Hulda Halldórsdóttir, dósent í kvenna- og kynjasögu: Ímyndir og ómyndir. Orðræður um konur

Read more »

„Þarftu að eyðileggja þessa góðu stund okkar?“ – Erindi á málþingi um íslenska stjórnmálaorðræðu

Ör-erindi Dagnýjar Kristjándóttur, prófessors í íslenskum nútímabókmenntum, á málþinginu „Minna hot í ár.“ Stjórnmálaorðræða á Íslandi, annó 2018, um kvenfyrirlitningu, þöggun og tvískinnung í íslenskri stjórnmálaorðræðu sem fór fram á vegum Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – RIKK – við Háskóla Íslands og Kvenréttindafélags Íslands, í Veröld – húsi Vigdísar hinn 5. desember 2018. Sjá nánar hér.

 

 

Þarftu að eyðileggja þessa góðu stund okkar?

Dagný Kristjánsdóttir, prófessor

Bandaríski heimspekingurinn Judith Butler skrifaði bók um hatursorðræðu sem heitir Æsingatal (Excitable speech: A politics of the Performative) árið 1997. Þar talar hún um vald tungumálsins, við getum ekki án þess verið, við hugsum í orðum og sögum allan sólarhringinn, flokkum, greinum, röðum upp og reynum að skilja. Og engin orð eru hlutlaus. Orð verða gjörðir. Það er hægt að gera okkur gott með þeim og Það er hægt að ráðast á okkur með orðum. Orðagjörninga (e. speech act) kallar málvísindamaðurinn J. L. Austen kallaði það. Read more »

Stjórnmál vináttunnar og útilokun kvenna – Erindi á málþingi um íslenska stjórnmálaorðræðu

Ör-erindi Irmu Erlingsdóttur, dósents of forstöðumanns, á málþinginu „„Minna hot í ár.“ Stjórnmálaorðræða á Íslandi, annó 2018“, umkvenfyrirlitningu, þöggun og tvískinnung í íslenskri stjórnmálaorðræðu sem fór fram á vegum Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – RIKK – við Háskóla Íslands og Kvenréttindafélags Íslands, í Veröld – húsi Vigdísar hinn 5. desember 2018. Sjá nánar hér.

Stjórnmál vináttunnar og útilokun kvenna

Irma Erlingsdóttir, dósent og forstöðumaður

Í bók sinni, Stjórnmál vináttunnar eða Politiques de l’amitié, skrifar franski heimspekingurinn, Jacques Derrida, að konur hafi frá upphafi verið útilokaðar frá vináttunni (sem í bók hans stendur fyrir skilgreiningarvaldið eða þá hugmyndafræði sem liggur samfélögum okkar til grundvallar — sjálft föðurveldið — í fullveldi og bræðralagi sínu). Þeir eru allir sammála um þetta, karlarnir í heimspekinni, frá Aristótelesi til Nietzsche: Þær geta elskað en þær geta ekki verið vinir, hvorki karla né sín á milli. Þær eru ófærar um það — hafa ekki þroskann sem þarf; búa ekki yfir hæfileikanum að bera tilhlýðilega virðingu fyrir einhverju/m öðru/m — en þær elska. Read more »