Call for abstracts for a book on #metoo

#metoo

Subject: Call for submissions

Deadline to submit abstracts: 1 December 2018

Length of articles: 5.000-7.000 words with footnotes

Submission of articles: 20 January 2019

Publication: September 2019

Giti Chandra and Irma Erlingsdottir propose a book length study in English of the many avatars of the #metoo movement around the world; a compilation of perspectives from people of all genders across nations and cultures that can be put into conversation.

The year 2017 will be remembered as the year when women ran out of tolerance for sexual harassment and violence, and the burgeoning of the #metoo revolution. While it was women in Hollywood who became the most visible face of the movement, paving the way with their accusations against Harvey Weinstein and other prominent figures, Tarana Burke’s initial birthing of the idea of Me Too, and the providing of a forum for survivors to Just Be, reminds us that the movement is nothing if not intersectional, bringing the specificity of race and class, caste and sexualities, into the universality of gender harassment. The movement, as we know, rapidly became worldwide, bringing, in its wake, all manner of support, as well as dissent, from men and women around the world. Read more »

Kallað eftir greinum í Fléttur V

#metoo

Efni: Kall eftir greinum í Fléttur V

Frestur til að tilkynna um þátttöku og skil ágripa: 1. desember 2018

Skil greina: 20. janúar 2019

Lengd greina: 5.000-7.000 orð með neðanmálsgreinum

Útgáfa: September 2019

Rannsóknarstig: 10

RIKK hefur ákveðið að standa að útgáfu nýs fræðirits sem verður hluti af ritröð RIKK, Fléttur V. Um er að ræða safn ritrýndra greina sem valdar eru í gegnum opið kall. Gert er ráð fyrir að ritið komi út í september 2019. Ritsjórar greinasafnsins eru: Þorgerður H. Þorvaldsdóttir og Kristín I. Pálsdóttir.

Heftið er tileinkað byltingu kvenna gegn áreitni og ofbeldi og þeim viðbrögðum, rannsóknum og aðgerðum sem af henni hafa hlotist og verður leitast við að rýna í ástæður, eðli og afleiðingar #metoo-byltingarinnar frá margvíslegu sjónarhorni og í kenningalegu samhengi.

Fyrirlestraröð RIKK á haustmisseri 2018 er tileinkuð sama þema og er fyrirlesurum sérstaklega boðið að svara kallinu. Áætlað er að birta um 16 greinar. Þá verður einnig gefið út greinahefti á ensku um þemað og verður sérstakt kall sent út vegna þess. Möguleiki er á að sömu greinar birtist í báðum heftum. Read more »

NORA ráðstefna 2019 – Kallað eftir ágripum

(See English below)

NORA ráðstefna 2019

NORA – Nordic Journal of Feminist and Gender Research

22.–24. maí 2019, Reykjavík, Háskóla Íslands

Kallað eftir ágripum

(Kallið er opið til 30. nóvember 2018)

Fræðimönnum á sviði femínisma og kynjafræði er boðið að taka þátt í annarri ráðstefnu NORA um kynjarannsóknir. Á ráðstefnunni verður sjónum beint að hinni ríku hefð í femínískum rannsóknum á Norðurlöndum; að taka þátt í þverfræðilegu starfi og leggja af mörkum til þekkingarframleiðslu sem miðar að því að blanda sér málefni samtímans. Ráðstefnana er haldin í samstarfi NORA, RIKK –rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum og EDDU – Rannsóknasetri við Háskóla Íslands.

Ef óskað er frekari upplýsinga vinsamlega hafið samband í netfangið noragender@hi.is. Read more »

Ögrun andfemínískra hreyfinga við mannréttindi

Dr. Andrea Pető

(English below)

Andrea Pető, prófessor við Central European University, er áttundi og síðasti fyrirlesari fyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST) á vormisseri 2018. Fyrirlestur hennar nefnist: „Ögrun andfemínískra hreyfinga við mannréttindi“ og verður fluttur í stofu 23, Veröld – Húsi Vigdísar, þriðjudaginn 8. maí frá kl. 12.00-13.00.

Í fyrirlestrinum kryfur Pető stöðu andfemínískra hreyfinga í Evrópu og metur áhrif gagnaðgerða framsækinna afla. Hún heldur því fram að andfemínískar hreyfingar séu nýtt afl í evrópskum stjórnmálum sem kalli á nýjar aðgerðir og viðbrögð. Ef framsækin stjórnmál gleyma uppruna sínum og gildum, í síkvikri grasrót, dugar ekki að notast við þær aðferðir sem hingað til hafa verið nýttar í jafnréttispólitík, til að koma í veg fyrir að andfemínistahreyfingar nái yfirhöndinni, þegar til lengri tíma er litið. Read more »

Álitamál um heilsufar transfólks

Sólveig Anna Bóasdóttir, Viviane Namaste og Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir

(English below)

Málþing um transfólk, heilbrigði og réttlæti verður haldið föstudaginn 13. apríl frá kl. 13.00 til 15.00 í samstarfi RIKK og Samtakanna 78, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Samtökin 78 fagna í ár 40 ára afmæli sínu og er málþingið haldið í tilefni af þeim tímamótum.  Read more »

Skipulag heilbrigðisþjónustu fyrir konur: Lærdómur úr samfélagi innflytjenda frá Haítí, í Montréal

(English below)

Dr. Viviane Namaste

Viviane Namaste, prófessor við Concordia-háskóla í Montréal, Kanada er sjöundi fyrirlesari í fyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST)  á vormisseri 2018. Fyrirlestur hennar nefnist: “Skipulag heilbrigðisþjónustu fyrir konur: Lærdómur úr samfélagi innflytjenda frá Haítí í Montréal”, og er hann fluttur í stofu 101 í Odda, fimmtudaginn 12. apríl frá kl. 12.00-13.00.

Saga alnæmis í Norður Ameríku er oft tengt við samfélag samkynhneigðra karlmanna. Fyrirlestur Namaste fjallar um áhrif alnæmis á samfélag fólks frá Haítí, í Montreal í Kanada, og er sjónum beint að viðbrögðum kvenna í því samfélagi við alnæmisfaraldrinum þar í borg. Þegar viðbrögðin eru skoðuð má finna rými til að skoða gagnrýnum augum hvernig beri að virkja nærsamfélög í baráttunni við tiltekin heilbrigðis- og félagsleg vandamál og það mikilvæga hlutverk sem hjúkrunarfræðingar gegna í því sambandi. Read more »