Efni: Kall eftir greinum í Fléttur VI

Frestur til að tilkynna um þátttöku og skil ágripa: 30. nóvember 2020

Skil greina: 15. apríl 2021

Lengd greina: 5.000-8.000 orð með neðanmálsgreinum

Útgáfa: Vor 2022

Rannsóknarstig: 10

RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum stendur að útgáfu nýs fræðirits sem verður hið sjötta í ritröð RIKK, Fléttur. Um er að ræða safn ritrýndra greina sem valdar eru í gegnum opið kall. Gert er ráð fyrir að ritið komi út vorið 2022. Ritstjórar greinasafnsins eru: Elín Björk Jóhannsdóttir, Guðni Elísson, Guðrún Elsa Bragadóttir, Kjartan Már Ómarsson og Sigrún Margrét Guðmundsdóttir.

Um er að ræða þverfaglegt greinasafn um umhverfismál og loftslagsbreytingar út frá kynja- og jafnréttissjónarmiðum. Með því að rýna í margþætt tengsl loftslagsbreytinga, kynjajafnréttis og samfélagslegs réttlætis er lagður grunnur að víðtækari skilningi á þessu stærsta viðfangsefni samtímans. Með útgáfu bókarinnar er tilgangurinn m.a. að skoða, út frá sjónarhorni ólíkra fræðigreina, hvort jafnrétti sé lykilþáttur í lausnum við loftslagsvánni. Höfundar geta fjallað um efnið bæði út frá íslensku sjónarhorni og alþjóðlegu. Fyrirlestraraðir RIKK á vor- og haustmisseri 2020 eru tileinkaðar sama efni.

Skila skal ágripi um viðfangsefni fyrir 30. nóvember 2020. Gert er ráð fyrir að höfundar fái 10 rannsóknarstig fyrir birtinguna. Ágripum skal skilað í word-skjali á tölvupóstfangið elinbjork@hi.is, þar skal koma fram:

  • titill greinar
  • 200-250 orða ágrip greinar
  • lykilorð greinar (4-5)
  • höfundur/ar
  • starf/staða höfunda/r

Við ritstjórn verður miðað við reglur Ritsins um frágang greina, að því undanskildu að lengd greina í Fléttum VI miðast við 5.000-8.000 orð með neðanmálsgreinum.

Frekari upplýsingar veitir Elín Björk Jóhannsdóttir í netfanginu elinbjork@hi.is eða í síma 525-5230.

Kallið má nálgast í PDF-skjali hér: Fléttur VI. Kyn og loftslagsbreytingar. Kall eftir ágripum