Efni af málþingi RIKK og Kvenréttindafélags Íslands „Minna hot í ár“. Stjórnmálaorðræða á Íslandi, annó 2018, er nú aðgengilegt á vef RIKK, bæði myndbönd og textar. Einnig er bent á að myndbandsupptaka af málþinginu, bæði í heild og hvert erindi fyrir sig, er aðgengilegt á spilunarlista RIKK á Youtube-rás Hugvísindasviðs Háskóla Íslands.

Frummælendur voru eftirfarandi fræðimenn og með því að fylgja krækjunum er hægt að nálgast erindi þeirra, bæði sem texta og myndband:

Irma Erlingsdóttir, dósent og forstöðumaður: Stjórnmál vináttunnar og útilokun kvenna

Ragnheiður Kristjánsdóttir, dósent í sagnfræði: Konur og stjórnmál í sögulegu samhengi

Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í alþjóðasamskiptum: Hversdagslegt kvenhatur (Á Youtube)

Þorgerður Þorvaldsdóttir, doktor í kynjafræði: Löglegt en siðlaust. Hversu lengi getur vont versnað?

Eyja Margrét Brynjarsdóttir, aðjunkt í heimspeki: Illt umtal sem kúgunartól

Henry Alexander Henrysson, aðjunkt við heimspeki- ogsagnfræðideild: Sorrí með mig (en er bannað að segja það sem manni finnst?)

Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, sagnfræðingur: Þránað smjör. Nokkur orð um hómófóbíska orðræðu íslenskra popúlista

Dagný Kristjánsdóttir, prófessor í íslenskumnútímabókmenntum: Þarftu að eyðileggja þessa góðu stund okkar?

Umfjöllun um málþingið og viðtöl við þátttakendur voru íþættinum Samfélagið á Rás 1 á Rás 1.