Menn, sýning í Hafnarborg

Menn, sýning í Hafnarborg

Laugardaginn 28. mars kl. 15 verður sýningin Menn opnuð í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar og eru allir velkomnir á opnunina. Sýningin beinir sjónum að stöðu karla við upphaf 21. aldar og þeim breytingum sem orðið hafa á högum þeirra í ljósi breyttrar stöðu kvenna. Á sýningunni eru sýnd verk eftir fjóra karllistamenn í fremstu röð, þá Curver Thoroddsen, Finn Arnar Arnarson, Hlyn Hallsson og Kristinn G. Harðarson.

RIKK sér í samstarfi við Hafnarborg um málþing í tengslum við sýninguna og verður það haldið laugardaginn 18. apríl kl. 14 í Hafnarborg. Það verður auglýst nánar þegar nær dregur.

Um sýninguna má fræðast nánar á vefsíðu Hafnarborgar.