Í tilefni af væntanlegu sérhefti tímaritsins Norma: International Journal of Masculinity Studies, verður haldin málstofa um áhrif landamæra á tilfærslu kyngervis hjá körlum sem verða fyrir kynþáttun í Evrópu. Í málstofunni munu níu sérfræðingar taka til máls og kynna niðurstöður sínar af rannsóknum í Grikklandi, Ítalíu, Þýskalandi, Svíþjóð, Bretlandi, Belgíu og Frakklandi. Rannsóknirnar varpa meðal annars ljósi á hvernig karlskyns flóttamenn og aðrir innflytjendur takast á við og umbreyta kynvitund sinni miðað við COVID-19 faraldurinn, náin sambönd, einveru, kynverund, trúarbrögð, vinnuaðstæður, þverþjóðleg fjölskyldutengsl, stafræn samskipti og lagalega óvissu. 

Málstofan verður haldin í stofu VHV-007 í Veröld Húsi Vígdísar í HÍ, þann 20. apríl á milli 10.00 – 14.50. Fyrir hádegi munu taka til máls Dr. Reena Kukreja (ritstjóri sérheftisins), Dr. Francesco Della Pubba, Dr. Francesco Cerchiaro og Dr. Vulca Fidolini. Eftir hádegi munu Dr. Andreas Henriksson og Dr. Andrea Priori kynna saman sínar rannsóknir, þá mun doktorsneminn Stephen Damianos kynna sínar, síðan Dr. Árdís K. Ingvars og að lokum Dr. Dany Carnassale. Öll erindin eru flutt á staðnum nema erindi Dr. Fidolini og Dr. Carnassalle sem flutt eru rafrænt.  

Málstofan fer fram á ensku og er öllum opin á meðan húsrúm leyfir en stofan tekur 44 manns. Málstofan er styrkt af RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands. Í kjölfar málstofunnar fer fram vinnustofa með stuðningi Félagsfræðideildar Háskóla Íslands. Sjá dagskrá hér að neðan.

Hægt verður að fylgjast með málstofunni í gegnum fjarfundarbúnað zoom: https://eu01web.zoom.us/j/61205954060. Meeting ID: 612 0595 4060

Ljósmyndin er af sýningu Reena Kukreja í Aþenu, Grikklandi.

 

Proramme

10:00-10:10 Introduction to the open presentations, first half.  

Ingólfur V. Gíslason, honorary reviewer 

10.10-10:30 ‘Lakeeran’ The Lines Between Us: Experiencing and Undoing Borders Among South Asian Migrant Men in Greece 

Reena Kukreja 

10:30-10:50 Masculinity transitions, biographical repositionings and identity redefinitions of Italian-Bangladeshis relocating to London 

Francesco Della Puppa 

10:50-11:10 From son to father. Masculinity, fatherhood and migration in the life stories of Muslim men married outside their religious group 

Francesco Cerchiaro 

11:10-11:30 Fluid borders between “here” and “there.” Premarital relationships, familial control and masculinity construction among young Moroccan in Europe 

Vulca Fidolini – presented online 

11:30-12.00 Questions from the audience 

12:00-12.50 Lunch Break 

12:50-13.00 Introduction to the open presentations, second half 

13:10-13:30 Transnational bachelors in Sweden and Germany. Theorizing singledom in the context of contemporary transnational migration. 

Andreas Henriksson and Andrea Priori 

13:30-13:50 The Invisible Men in Greece: Examining Technology, Temporality, and Masculinities in Limbo 

Stephen Damianos 

13:50-14:10 Poetic desirability among un-settled men in Europe 

Árdís K. Ingvars 

14:10-14:30 Jeopardizing the boundaries of masculinity. Transnational experiences of Senegalese MSM living in Italy. 

Dany Carnassale – presented online 

14:30-14:50 Questions from the audience and closing of the open session