Lífskjör gamalla kvenna á Norðurlöndum

Sigríður Jónsdóttir félagsfræðingur flytur þriðjudaginn 17. nóvember opinberan fyrirlestur í boði Rannsóknastofu í kvennafræðum við Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina Lífskjör gamalla kvenna á Norðurlöndum.

Sigríður Jónsdóttir er félagsfræðingur á Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar og hefur undanfarin ár unnið að samnorrænu verkefni um gamlar konur á Norðurlöndum, líf þeirra og kjör. Nýlega kom út skýrsla með niðurstöðum samstarfsverkefnisins sem ber heitið „Gamle kvinner í Norden. Deres liv i text og tall“. Fyrirlesturinn verður fluttur í stofu 101 í Odda kl. 17.