Mannauðsskrifstofa og Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar boða til kynningar miðvikudaginn 8. september kl. 15:00 í Tjarnarsal Ráðhússins þar sem niðurstöður úttektar á kynbundum launamun starfsmanna Reykjavíkurborgar verða kynntar. Úttektin er afrakstur samstarfs Reykjavíkurborgar og Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands og var unnin af Önnu Borgþórsdóttur Olsen, mannauðsskrifstofu, Halldóru Gunnarsdóttur, mannréttindaskrifstofu, og dr. Rögnu B. Garðarsdóttur félagssálfræðingi.