Kvennslóðir

Oft var þörf en nú er nauðsyn!

Allar konur sem vilja taka þátt í opinberri umræðu og ákvarðanatöku með því að koma fram í fjölmiðum eða með setu í stjórnum fyrirtækja og opinberum nefndum eru hvattar til að skrá sig á Kvennaslóðir: www.kvennaslodir.is

Ef þú ert þegar skráð á Kvennaslóðum viljum við biðja þig að fara yfir skráningu þína og uppfæra upplýsingarnar ef þess er þörf.  Ef þú ert búin að gleyma lykilorðinu inn á skráningu þína sendu þá tölvupóst á kvennaslodir@kvennaslodir.is og þú færð sent nýtt lykilorð hið fyrsta.

Kvennaslóðir er gagnabanki með upplýsingum um kvensérfræðinga á ýmsum sviðum en markmið hans er að gera þekkingu og hæfni kvenna sýnilega og aðgengilega.

Kvennaslóðir eru hugsaðar sem vettvangur fyrir fjölmiðla, fyrirtæki og stjórnvöld til þess að finna hæfar konur til margvíslegra starfa með skjótvirkum hætti. Á Kvennaslóðum má finna nöfn kvenna sem eru tilbúnar til að leggja sitt af mörkum í samfélaginu, t.d. með því að veita sérfræðiálit í fjölmiðlum og sitja í stjórnum, ráðum og nefndum á vegum hins opinbera og í einkageiranum.  Hafir þú áhuga á að taka þátt í opinberri umræðu og ákvarðanatöku með því að koma fram í fjölmiðum eða með setu í stjórnum fyrirtækja og opinberum nefndum þá átt þú erindi á Kvennaslóðir.

Við hvetjum þig þess vegna til að skrá þig sem allra fyrst á www.kvennaslodir.is

Bestu kveðjur frá Kvennaslóðum

s. 525 5993  / www.kvennaslodir.is