Norrænu öndvegissetrin EDDA, NORDWEL og REASSESS blása til alþjóðlegrar ráðstefnu í Háskóla Íslands 2.–3. júní 2011 undir nafninu Kreppa og endurnýjun: velferðarríki, lýðræði og jafnrétti á erfiðum tímum.

Hrun fjármálastofnana árið 2008 og efnahagskreppan sem sigldi í kjölfarið hafa haft gríðarleg áhrif á lífskjör almennings og stjórnmál Evrópu allt frá Grikklandi til Íslands. Kreppan hefur lagt miklar byrðar á velferðarkerfið sem þarf í senn að mæta auknum kröfum og glíma við  vaxandi fjárhagserfiðleika. Í mörgum löndum hefur kreppan þrengt að félagslegum og efnahagslegum réttindum almennings og orsakað stjórnmálaólgu þar sem tekist er á um lögmæti valdhafa, stjórnarhætti og ábyrgð.

Á ráðstefnunni munu fræðimenn úr ýmsum greinum hug- og félagsvísinda hvaðanæva úr heiminum ræða um efnahagskreppuna og verða áhrif hennar á lýðræði, jafnrétti, félagslegt réttlæti og velferðarríkið í brennidepli. Fyrri efnahagskreppur og áhrif þeirra á lífskjör og velferðarkerfi verða einnig til umfjöllunar.

Dagskrá ráðstefnunnar er fjölbreytt, en þar verða haldin um 50 erindi. RIKK vekur sérstaka athygli á eftirfarandi fyrirlestri og málstofum sem haldin verða föstudaginn 3. júní:

Lykilfyrirlestur kl. 9.00
Diane Perrons, Professor in Economic Geography and Gender Studies, LSE: „Gender, inequality and the crisis. Towards a more sustainable model of development“.

Málstofa kl. 10.15-12.15 – Kyngervi og efnahagskreppur I:
Rósa Erlingsdóttir, doktorsnemi í stjórnmálafræði, stýrir málstofunni en þar verða haldin eftirfarandi erindi:

Jyl Josephson: “It’s a Mancession”: Discourses of gender in the aftermath of the U.S. financial crisis
Ingólfur V. Gíslason: Does financial crisis increase gender equality?
Ivett Szalma, Bernadett Szél og Judith Takács: Have traditional gender role attitudes changed after the crisis?
Gunhild Farstad: Gendered care strategies during the recession

Málstofa kl. 13.15-15.15 – Kyngervi og efnahagskreppur II:
Ingólfur V. Gíslason, prófessor í félagsfræði, stýrir málstofunni og þar verða haldin eftirfarandi erindi:

Joanna Napierala og Anna Wojtynska: Polish women in Iceland and their working careers
Jeanette Silva: The current situation of higher education in the United Kingdom and its impact on women academics
Arna Hauksdóttir, Christopher McClure, Stefán Hrafn Jónsson, Örn Ólafsson og Unnur A. Valdimarsdóttir: Increased stress among women following an economic collapse

 

Ráðstefnan fer fram á ensku og er öllum opin. Opnunarathöfn ásamt tveimur aðalfyrirlestrum verður í Hátíðarsal Háskóla Íslands, en að öðru leyti fer ráðstefnan fram í Öskju.

Nánari upplýsingar og dagskrá er að finna á ensku hér.