Kosningaréttur kvenna 90 ára

Bókin Kosningaréttur kvenna 90 ára geymir ávörp þau og erindi sem flutt voru á málþingi vorið 2005 í tilefni af 90 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Að málþinginu stóðu Alþingi, Háskóli Íslands, Kvennasögusafn Íslands og Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum. Ritið er gefið út með styrk frá Alþingi og hefur að geyma auk erindanna upplýsingar um þær konur sem tekið hafa sæti á Alþingi, kvenráðherra, þróun kosningaréttar til þings og þróun kosningaþátttöku kvenna og karlmanna. Það er von útgefenda að ritið fylli í skarð heimilda um sögu og þróun kosningaréttar og verði öðrum hvatning til frekari lesturs og rannsókna. Háskólaútgáfan annaðist dreifinguna.