(See English below)

Fimmtudaginn 20. september 2012 heldur Zrinka Stahuljak, dósent í bókmenntafræði við UCLA-háskóla, erindi sem ber heitið „Klámfengin fornleifafræði: Læknisfræði og rannsóknir á fortíðinni í Frakklandi á nítjándu öld“ [„Pornographic Archaeology: Medicine and the Study of the Past in Nineteenth-Century France”]. Vinsamlega athugið að fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins, kl. 16.00-17.00 (en ekki Odda eins og áður hafði verið auglýst). Hann fer fram á ensku og er öllum opinn.

Í erindinu verður fjallað um samspil sögu og læknisfræði til þess að varpa ljósi á hvernig franskir læknar og vísindamenn á nítjándu öld notuðu sögulega þekkingu á miðöldum til að móta stefnu í heilbrigðismálum og stjórna kynlífi innan franska þjóðríkisins og frönsku nýlendanna. Þessi skilningur á fortíðinni átti þátt í að ljá hugtökum á borð við kynþátt, hreinlæti og hjónaband nútímalega merkingu en á sama tíma festu læknavísindin í sessi tiltekna ímynd af miðöldum sem lifir góðu lífi í samtímanum.

 

Fyrirlesturinn er haldinn í samstarfi við Bókmennta- og listfræðistofnun við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn Íslands.

 

Öll velkomin!

—-

Pornographic Archaeology: Medicine and the Study of the Past in Nineteenth-Century France

On Thursday 20 September 2012, Zrinka Stahuljak, Associate Professor at the Department of Comparative Literature at UCLA, will give a public talk entitled “Pornographic Archaeology: Medicine and the Study of the Past in Nineteenth-Century France”. It will take place at the National Museum, Lecture Hall, at 16.00-17.00. The lecture will be in English and is open to all free of charge.

The lecture will discuss the interaction of history and medicine to reveal how nineteenth-century French doctors and scientists used history lessons from the Middle Ages in order to create public health policy and manage the sexuality of the emerging French nation-state and empire. While this usable past shaped modern definitions of race, hygiene, and marriage, medical science at the same time established a vision of the Middle Ages that survives today.

 

The lecture is held in collaboration with the Institute of Research in Literature and Visual Arts at the University of Iceland and the National Museum of Iceland.