RIKK vekur athygli á kalli eftir erindum á ráðstefnunni Thought As Action: Gender, Democracy, Freedom sem fer fram í Bergen í Noregi dagana 16.-18. ágúst 2012. Lögð verður áhersla á þrjú þemu; „líkama og kynverundir“, „borgararéttindi“ og „nýja tækni“. Auk málstofa munu sex lykilfyrirlesarar halda erindi á ráðstefnunni. Útdráttum skal skilað í síðasta lagi 1. febrúar 2012 en skráningarfrestur er til 1. maí 2012.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á ensku hér (.pdf) og á heimasíðu Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskólann í Bergen.