Jafnréttisdagar í Háskóla Íslands

Dagana 13.-27. október standa Jafnréttisdagar yfir í Háskóla Íslands, en markmiðið með þeim er að stuðla að fræðslu og aukinni umræðu og skilningi á jafnréttismálum, innan sem utan háskólasamfélagsins. Fjölmargir viðburðir eru á dagskrá Jafnréttisdaga, en í ár er lögð sérstök áhersla á listviðburði og eru Jafnréttisdagar því m.a. í samstarfi við Nýlistasafnið, Endemi – tímarit um samtímalist íslenskra kvenna, og framandverkaflokkinn Kviss Búmm Bang.

Þrír viðburðir á vegum RIKK eru á dagskrá Jafnréttisdaga; hádegisfyrirlestur Ragnhild Lund um aktívisma meðal Adivasi-kvenna á Indlandi 13. október, opinn fyrirlestur Erlu Huldu Halldórsdóttur um menntun kvenna og mótun kyngervis á Íslandi þann 21. október og hádegisfyrirlestur Jóns Ólafssonar um lífið í kvennagúlaginu 1938-1943 þann 27. október.

Nánari upplýsingar um Jafnréttisdaga og dagskrá þeirra má nálgast hér.