Jafnréttis- og kynjasjónarmið í stefnu og starfsemi íslensku friðargæslunnar

Rannsóknin var sameiginlegt verkefni Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum (RIKK) við Háskóla Íslands og UNIFEM á Íslandi, unnið fyrir tilstyrk utanríkisráðuneytisins af Birnu Þórarinsdóttur undir umsjón Irmu Erlingsdóttur og Vals Ingimundarsonar.

Markmið rannsóknarinnar var að greina starfsemi og þátttöku Íslands í alþjóðlegri friðargæslu með hliðsjón af samþættingu jafnréttis- og kynjasjónarmiða. Niðurstöður rannsóknarinnar má sjá í skýrslunni Íslenska friðargæslan: Jafnréttis- og kynjasjónarmið í stefnu og starfsemi 1994-2004.