Hádegisrabb RIKK í fjölmiðlum

Alda Björk Vilhelmsdóttir hélt fyrsta erindi RIKK á vorönn í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Þar fjallaði hún um bloggarann, rithöfundinn og sjónvarpskonuna Tobbu Marínós og viðtökum á skvísubókmenntum. Að sögn Öldu er Tobba Marínós hrifamikill talsmaður póstfemínisma í íslenskri menningu og í viðtökum á verkum hennar má greina djúpstæð átök milli hennar og þeirra sem aðhyllast annarri bylgju femínisma. Alda studdist við kenningar Beverley Skeggs og femíníska viðtökufræði Jóhönnu Russ í greiningu sinni ásamt því að skoða hvernig Tobba hefur verið gagnrýnd fyrir viðhorf sín, útlit og skrif.  Grein sem byggir á þessu erindi mun birtast í næsta hefti ritraðar RIKK, Fléttum. Fyrirlesturinn vakti talsverða athygli. Smugan, Mbl.is, Samfélagið í nærmynd, Vísir.is og Student.is fjölluðu um erindi Öldu Bjarkar Vilhelmsdóttur.