Loftslagsbreytingar út frá kynja- og jafnréttissjónarhorni verður þema fyrirlestraraðar RIKK á haustmisseri 2020 og einnig er fyrirhugað að gefa út þverfaglegt greinasafn um efnið í ritröð Fléttna. Því er kallað eftir ágripum fyrir bæði fyrirlestraröðina og bókina.

Með fyrirlestrunum gefst fræðimönnum tækifæri til að ræða og kynna nýjar rannsóknir. Mikil áhersla er lögð á fjölbreytileg viðfangsefni af öllum fræðasviðum og þverfaglega nálgun. Til dæmis mætti skoða efnið út frá umhverfisfræði, menningarfræði, sagnfræði, sálfræði, hagfræði, kynjafræði, bókmenntafræði, landfræði, líffræði og þannig mætti lengi telja.

Markmið fyrirlestraraðarinnar og bókarinnar er að skoða hið knýjandi málefni sem loftslagsbreytingar eru út frá kynjafræðilegu og jafnréttissjónarhorni og þar gefst einnig tækifæri til að skoða áhrif kórónaveirufaraldursins á bæði umhverfis- og jafnréttismál.

Kallað er eftir ágripum (200-250 orðum) og er kallið opið til 30. ágúst 2020.

Verkefnisstjóri RIKK, Elín Björk Jóhannsdóttir, tekur á móti fyrirspurnum og ágripum á netfangið elinbjork@hi.is.