Undanfarnar vikur hefur athygli okkar beinst að mansali og kynlífsþrælkun og margir spyrja hvort við getum við endalaust fengist við hörmungar heimsins? Svarið er já, vegna þess að (og Martha Minow útskýrir það vel) þá verða nýjar kynslóðir að fá vitneskju um það sem hefur gerst þar sem að afleiðingar skelfilegra atburða er arfleið þeirra. Þau verða að vita hvernig fyrri kynslóðir brugðust við, hvað sé hægt að taka til bragðs og hvernig megi fyrirbyggja að skelfingin endurtaki sig (Minow 1998).

Það er með ólíkindum hversu lítið er í raun vitað um nauðganir í stríði þegar það er haft í huga að þar sem eru átök þar er stúlkum og konum hrottalega nauðgað (Mynd þeirra Grétu og Susan mun bæta þar úr og verður ómetanleg heimild).
Við eigum skriflegar heimildir í 3000 ára gömlum Hómerskviðum, í enn eldri löggjöf Hammurabis og í Gamla testamentinu (elstu sögur þar líklega um 3000 ára gamlar). Hvernig konur lifa slík áföll af og hvaða áhrif þau hafa á nánasta umhverfi þeirra vitum við lítið um. Við vitum því síður hvað veldur þessari ólýsanlegu grimmd sem virðist ódauðlegt fyrirbæri og óbreytt á öllum tímum og í öllum samfélögum hvar sem er í heiminum.

Og þið sem löndin erfið munið sjá að ekkert er nýtt undir sólinni. Hefði alþjóðasamfélagið tekist á við afleiðingar átakanna milli austur og vestur Pakistan árið 1971 til að nefna eitt af fjöldamörgum dæmum – þar sem um 250.000 – 400.000 þúsund konum í Bangladesh var nauðgað á 9 mánaða tímbili og þúsundir þeirra urðu þungaðar, en það var m.a. tilgangurinn rétt eins og á Balkanskaga – hefði á þeim tíma verið stofnaður sakadómstól sem dæmdi og refsaði fyrir þá glæpi hefði leiðtogunum á Balkanskaga verið ljóst frá byrjun að þeir yrðu dregnir til ábyrgðar fyrir glæpi gegn mannkyni.

Í staðinn báru konurnar í Bangladesh ábyrgðina sjálfar rétt eins og konurnar í Líberíu (Kenneth L. Cain), Afganistan, Sierra Leone, Rúanda og Úganda til að nefna nýleg dæmi, eða allt þar til ársins 2002 að Alþjóðasakadómstólinn í málefnum fyrrum Júgóslavíu kvað upp þann dóm að nauðganir í stríði séu gróf mannréttindabrot, stríðsglæpur og glæpur gegn mannkyni. Þrátt fyrir að konurnar á Balkanskaganum munu aldrei sjá réttlætinu fullnægt eru þessir dómar mikilvægt skref í áttina til þess að binda enda á refsileysið sem hefur einkennt þessa glæpi.

Alþjóðlegi sakadómstólinn í Júgóslavíu er þó ekki fyrsti dómstóllinn sem er settur á laggirnar til að gera upp sakir eftir vopnuð átök. Réttarhöldin í Nurnberg, Tokyo og víðar um Asíu, eftir seinni heimstyrjöldina, þar sem þjóðverjar og japanir, þ.e. þær þjóðir sem töpuðu stríðinu, voru dregnar til ábyrgðar viku sér undan því að fjalla um mansal, kynlífsþrælkun, nauðganir, pyndingar og vændi sem rústuðu lífi fjölmargara þeirra kvenna sem lifðu það af. Sönnunargögn skorti þó ekki. Ótal frásagnir kvenna, sem báru vitni fyrir opinberum aðilum, lýstu ólýsanlegan hroðaverkum á þeim og dætrum þeirra. Hvernig konunum reiddi af vitum við lítið um, en þá, eins og nú, hafa viðbrögð í þeirra eigin samfélagi skipt mestu máli. (900 herforingjar og aðrir voru líflátnir í réttarhöldunum í Asíu, e-n þeirra f. nauðganir en þarf að kanna betur).

Frásagnir kvennanna frá Kóreu, Kína, Filippseyjum,Taivan, Indónesíu og Hollandi en þær voru amk. 100.000 – 200.000, sem neyddar voru í kynlífsþrælkun fyrir japanska hermenn á árunum 1931-1945 komu kröftulega upp á yfirborðið árið 1990. Í áratugi höfðu þær sem lifðu af borið sorg sína í hljóði til að forðast útskúfun heima fyrir. Nú krefjast þær afsökunarbeiðni, skaðabóta, réttarhalda og að þeirra verði getið í sögubókum (sjá t.d. http://witness.peacenet.or.kr/kindex.htm, http://www.iccwomen.org/tokyo/).

(We went back home and we were crying. We couldn’t tell anyone or we would be executed. It was so shameful so we dug a deep hole and covered it. Maxima Regala Dela Cruz, Philippines

I lost my life. I was regarded as a dirty woman. I had no means of supporting myself and my job opportunities were extremely limited. I suffered terribly. The next generation of Japanese people must know my suffering that their parents did such bad things. Teng-Kao Pao-Chu, Taiwan

My husband said, ‘it is better to have a left over dog than a left over person.’ Belen Alonso Sagun, Philippines)

Í mörgum samfélögum er allt sem viðkemur kynlífi umvafið bannhelgi og þar af leiðandi geta konur ekki rætt áfallið við sína nánustu hvað þá leitað hjálpar sé hún í boði. Það kemur t.d. fram í viðtölum við konur á Balkanskaganum í UNIFEM skýrslunni (Women War Peace, Rehn og Sirleaf 2002) að þær segja ekki frá og eiginmenn þeirra spyrja ekki. Þar af leiðir að fjöldi þeirra kvenna sem verður fyrir þessu áfalli er örugglega vantalinn. Sem dæmi má nefna að af 107 konum í Úganda sem hafði verið nauðgað af hermönnum hafði aðeins um helmingur þeirra sagt frá 7 árum eftir að nauðgunin átti sér stað. Allar áttu við erfiðleika að glíma sem rekja mátti til hennar (Shana Swiss).

Það má hins vegar finna leiðir til að áætla fjölda nauðgana t.d. með samanburði á fjölda fóstureyðinga og fæðinga á ákveðnum svæðum Einnig er fylgst með útbreiðslu kynsjúkdóma sem alltaf fylgja nauðgunum og líkja má við faraldra oft með ævilöngum afleiðingum fyrir konurnar. Í Sierra Leone er talið að um 70% allra þeirra stúlkna, sem lifðu af séu sýktar (t.d. Shana Swiss) Ófrjósemi er algengur fylgikvilli en í mörgum fátækum ríkjum þýðir ófrjósemi að konan er útilokuð frá hjónabandi og jafnvel útskúfuð. Alvarlegustu afleiðingarnar eru þær að sýkjast af HIV veirunni og fá eyðni. Það þarf varla að taka fram að á stríðstímum lamast heilbrigðiskerfið þegar konurnar þurfa mest á því að halda.

Áfallið sem nauðguninni fylgir bætist ofan á önnur áföll, svo sem missi barna og annara fjölskyldumeðlima, heimils og að sjálfsögðu alla stjórn á eigin lífi.

Andlegar afleiðingar er erfitt að meta þar sem þær eru mjög háðar þeim menningarheimi sem konurnar lifa í. Konur frá Asíu lýsa t.d. mun meiri líkamlegum einkennum en andlegum og það kemur heim og saman við þekktan menningarmun. Óhefðbundnar lækningar sem taka mið af eigin menningu er talin árangursríkari en dæmigerð vestræn sálfræðimeðferð. Það sem er mikilvægast er að endurskapa traust og tengsl í samfélagi kvenanna (t.d. Shana Swiss).

Tilgangur nauðgana í stríði virðist vera að ná tökum á óvininum með því að niðurlægja og brjóta niður fjölskyldu- og samfélagstengsl. Það gæti útskýrt hvers vegna svo algengt er að stúlkum og konum sé nauðgað í augnsýn annara fjölskyldumeðlima. Ógnin um yfirvofandi nauðganir leiðir til fjöldaflótta íbúanna og þar með sjálfkrafa þjóðernishreinsana.

Í borgaraststríðum t.d. í Pakistan og Júgóslavíu, var nauðgun hluti af hernaðaráætlunum og partur af þjóðernisstefnu stjórnvalda. Til að eyðileggja samfélög óvinarins og fjölga í eigin þjóðernishópi – en það er það sem nauðgararnir töldu sig vera að gera – var stefnt að nauðungar þungunum. Ég þýði „forced impregnation“ sem nauðungar þunganir. Þær fólu í sér að konunum var nauðgað janvel margsinnis á dag þar til þær urðu ófrískar. Í Bosníu var þeim jafvel haldið innilokuðum þar til á 7. mánuði til að koma í veg fyrir fóstureyðingu og má þá tala um nauðungar meðgöngu- og fæðingu. Annars staðar er komið í veg fyrir fóstureyðingar og þær eru ólöglegar í mörgum ríkjum og því erfitt um vik (R. Charli Carpenter).

Í þeim samfélögum þar sem feðraveldið dafnar enn og viðhorf breytast ekki árþúsundum saman eru dætur eign feðra sinna og seinna eiginmanna sinna. Nauðgun er ekki brot gegn stúlkunni heldur föður hennar eða eiginmanni. Honum skal bættur skaðinn með fjárgreiðslu sem nemi brúðarverði stúlkunnar enda er hún nú verðlaus.

Fimmta Mósebók Gamla testamenntisins er lögbók hinna fornu hebrea. Þar kemur m.a. fram að sé stúlka „spjölluð“ við giftinu skal hún grýtt til bana enda hafi hún „hórast í föðurgarði“. Ennfremur að leggist maður með stúlku, sem sé föstnuð öðrum manni, innan borgarmarkanna, þar sem hún hefði getað kallað á hjálp, skal hún grýtt til bana og gerandinn einnig þar sem hann „spjallaði konu nánunga síns“. Nauðgun virðist ekki skilgreind sem slík nema að stúlkunni sé nauðgað á víðavangi, þar sem ekki heyrist til hrópa hennar, og er hún þá saklaus „þvi hér stóð á eins og þegar maður ræðst á náunga sinn og drepur hann“ (21.27). Í Biblíunni er nauðgun því jafnað við morð. Ef óspjallaðri stúlku er nauðgað, sem er föstnuð öðrum mann,i skal gerandinn greiða föður hennar 50 sikla silfurs, sem var brúðarverðið. Hann verður auk þess að giftast stúlkunni og má aldrei skilja við hana. (Sjá einnig nauðgun Dinu í Genesis, Harmaljóðin – um fall Jerúsalemborgar árið 587 f. kr.).

Ég tiltek þetta hér vegna þess hversu styrkum fótum feðraveldið stendur ennþá og þetta er raunveruleikinn fyrir margar stúlkur. Konum, sem hefur verið nauðgað t.d. í mörgum löndum Asíu og í mörgum islömskum löndum, eru „óhreinar“ og þar af leiðandi eru þær reknar frá fjölskyldum sínum. Konunarnar í Bangladesh sem ég minntist á hér áðan misstu börn sín, eiginmann og heimili. Hluti þeirra endaði á vændishúsum. Konum, sem er nauðgað í stríði rétt eins og stúlkurnar sem eru seldar mansali í dag eiga oft ekki afturkvæmt heim en á þeim og fjölskyldunni allri hvílir mikil skömm.

Loksins hefur nú verið refsað fyrir nauðganir á konum í stríði, þær skilgreindar sem stríðsglæpur og glæpur gegn mannkyni. Hver er munur á þessu tvennu? Stríðsglæpir eiga sér stað á tímum vopnaðra átaka og eru skilgreindir í hinum fjórum Genfarsáttmálum, s.k. mannúðarlög, (frá 1864 og 3 frá 1949, auk viðauka. Rauði krossinn sér um framkvæmd þeirra, eru börn sins tíma og þarfnast endurnýjunar).

Glæpir gegn mannkyni (hluti alþjóða mannréttindalaga) geta átt sér stað á friðartímum eins og á stríðstímum. Gæpir gegn mannkyni eru framdir að áeggjan stjórnvalda, eru útbreiddir, kerfisbundnir og beinast að íbúum viðkomandi svæðis en ekki einstaklingum. Það gefur auga leið hversu mikilvægt það er að skrá niður hvert tilvik til að hægt sé að færa sönnur á verknaðinn og skilgreina hann sem glæp gegn mannkyni.

Í lokin verð ég að minnast á enn ein fórnarlömb þessara voðaverka, sem mörg hver njóta hvorki lagalegrar né félagslegrar verndar. Þau hafa gleymst og réttarstaða þeirra virðist mjög á reiki. Ég er að ræða um börnin sem fæðast eftir nauðungar meðgöngu- og fæðingu. Þúsundir þeirra eru á lífi í Bosníu Herzegóvinu, Austur Tímor, Rúanda, Súdan og Kosovó. (R. Charli Carpenter). Í skýrslu Unifem kemur fram að í sumum ríkjum fá þau ekki einu sinni ríkisborgararétt, þau eru útskúfuð, fátæk og mörg enda á götunni. Þær konur sem ákveða að annast þessi börn sín er einnig útskúfað. Í fræðilegri umfjöllun hafa þessi börn einnig gleymst.

Lokaorð

Með einni undantekningu, sem eru samningarnir við Írak (eftir Persaflóastríðið), hafa friðarsamningar ekki tekið á kynferðisofbeldi gegn konum í stríði og því síður að þær hafi fengið skaðabætur. Konur verða að koma að gerð friðarsamninga….

Í stað hefnda og haturs hafa konur fundið leið í áttina að réttlætinu.
Þær leita allra leiða til að skrá sögur fórnarlambanna, fá glæpamennina ákærða og að berjast fyrir því að þeir fái viðeigandi refsingu. Réttlætinu er sjaldnast fullnægt (hvers lags réttlæti er það sem kemur árum og áratugum eftir níðingsverkin) en sannleikurinn etv. leiddur í ljós. Bandarískar konur sem eru feminstar og fræðikonur á sviði þjóðaréttar/ alþjóðalaga hafa verið í forystu þeirra sem hafa þróað alþjóðalög og mótað umrædd réttindi. Sakadómstólarnir njóta vinnu þeirra og framkvæma hugmyndir þeirra. Með þvi að tjá sig um hroðaverkin, þrátt fyrir að vera þeim óbærilegt, bæta konurnar, sem lifðu af, í þekkingarbrunn sem mun vonandi auðvelda batann fyrir aðrar konur.