(See English below)

Á fimmtudaginn 27. janúar kl. 15.00 heldur Debbie Epstein, prófessor við Cardiff-háskóla í Wales, fyrirlestur í boði Rannsóknarstofu um jafnrétti, kyngervi og menntun og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn verður haldinn í Bratta fyrirlestrarsal  í húsnæði Menntavísindasviðs og verður hann fluttur á ensku.

Prófessor Epstein mun í fyrirlestrinum byggja á rannsóknum sem gerðar voru með áratugar millibili í kringum síðustu aldamót. Þessar rannsóknir miðuðu að því skoða hvers konar kynverund eða kynhneigðargervi var í boði fyrir nemendur og starfsfólk háskóla í Bretlandi sem ekki fellur að hinum gagnkynhneigðu viðmiðum samfélagsins. Þrátt fyrir miklar breytingar sem urðu í Bretlandi á þessu tímabili kom í ljós að sá heterósexismi (gagnkynhneigðarhyggja), sem ríkti á meðan fyrri rannsóknirnar fóru fram, voru enn þá mjög ríkjandi. Þetta hefur þau áhrif að nemendur, sem laga sig ekki að gagnkynhneigðum viðmiðum, þurfa í fjölmörgum aðstæðum að laga hátterni sitt að ríkjandi viðmiðum til að forðast stimplun og útilokun. Epstein mun ræða hvernig flestum háskólum hefur ekki tekist að stuðla að því að önnur kynhneigð en gagnkynhneigð sé viðurkennd, jafnvel þótt verðlaun séu veitt þeim atvinnurekendum sem hafa stuðlað að vinsamlegra vinnuumhverfi fyrir lesbíur og homma.

Prófessor Epstein er meðal þeirra fremstu í heiminum á sviði rannsókna innan hinseginfræða og menntunar.  Hún hefur einnig rannsakað fjölbreytileg önnur svið menntunar- og menningarfræða, t.d. karlmennsku og einelti, m.a. í Suður-Afríku, auk Bretlands. Það er mikill fengur að fá hana hingað til lands og hlýða á erindi hennar. Hér er vefsvæði hennar.

Allir velkomnir

—————

Hetero, Homo or Queer – Sexualities in UK Universities 1990-2010

Abstract: In The World We have Won, Jeffrey Weeks (2007) traces the changes in erotic and intimate life in the UK since 1945. He aims to provide what he terms a ‘balance sheet of the changes that have transformed our ways of being sexual, intimate and familial’ (x). In this presentation, I draw primarily on the fieldwork, done nearly ten years apart, of two of my former doctoral students – David Telford (Epstein et al. 2003 and various unpublished doctoral studies work) and Richard Taulke-Johnson (2006, 2009) as well as other published work – in order to explore the field of sexual possibility for non-heterosexual students and staff in the university context. I will argue that much has changed in the UK over this period and yet that the heterosexual presumption (Epstein and Johnson 1993) largely persists even in this context and that non-heterosexual students continue to modify their behaviours to avoid stigmatisation in certain settings. At the same time, drawing on the Stonewall awards for lesbian and gay-friendly employers, I will point to the failure of most universities to recognise or make provision for non-heterosexuality in the workplace, even as some receive these awards.