Í tilefni af aldarafmæli Háskóla Íslands 2011 gaf skólinn út sérstakt vísindadagatal. Það er dagatal yfir sögu vísinda í máli og myndum með fróðleiksmolum um 365 merka brautryðjendur í vísindum, einn fyrir hvern dag ársins. Vísindamennirnir á dagatalinu birtast einnig á Vísindavef Háskólans, í sömu röð og þeir koma fyrir á dagatalinu.

Á vísindadagatalinu er meðal annars að finna nokkra femíníska vísindamenn, svo sem búlgörsku fræðikonuna Juliu Kristevu, hina bandarísku Gloru Jean Watkins sem betur er þekkt undir nafninu bell hooks, franska rithöfundinn og bókmenntafræðinginn Hélène Cixous og bandaríska mannfræðinginn Ruth Benedict. Þar er einnig að finna vísindakonur fyrri alda sem þurftu að berjast við ofurefli fordóma og fastmótaðra kynhlutverka til að fá að stunda fræði sín, til dæmis franska stærðfræðinginn og eðlisfræðinginn Marie-Sophie Germain.