Erla Hulda í Samfélaginu í nærmynd

Samfélagið í nærmynd ræddi við Erlu Huldu Halldórsdóttur sagnfræðing í dag um helstu niðurstöður nýútkominnar doktorsritgerðar hennar í sagnfræði, Nútímans konur. Menntun kvenna og mótun kyngervis á Íslandi 1850–1903, en þó einkum þann hluta sem snýr að stofnun og starfsemi kvennaskólanna og þeirri hatrömmu umræðu sem fram fór á síðum landsmálablaðanna um hlutverk og eðli kvenna. Það er hægt að hlusta á þáttinn á heimasíðu Rásar 1.

Viðtalið var tekið í tilefni þess að föstudaginn 21. október kl. 14:00 – 15:30 flytur Erla Hulda fyrirlesturinn Nútímans konur á vegum RIKK, í stofu 105 á Háskólatorgi.