2015

150115_Hnappur_2

Vor 2015

 

Margar myndir ömmu

Fyrirlestraröð RIKK í tilefni 100 ára kosningaréttar kvenna á Íslandi.

Fyrirlestrarnir eru haldnir með styrk frá framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna  og í samstarfi við Þjóðminjasafnið, á föstudögum kl. 12.00-13.00.

 

Við vekjum athygli á því að vegna mikils áhuga á fyrirlestraröðinni höfum við flutt fyrirlestrana úr fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

 

16. janúar

Erla Hulda Halldórsdóttir, nýdoktor í sagnfræði við HÍ: „Hvers vegna amma? Saga og sjónarhorn.“

Irma Erlingsdóttir, forstöðumaður og dósent við HÍ: „Sagan, endurskrif og uppskafningur.“

Bjarki Karlsson les ljóð.

 

23. janúar

Helga Kress, prófessor emeritus í almennri bókmenntafræði við HÍ: „Kvenfrelsiskonur. Um birtingarmyndir íslenskrar kvennabaráttu í bókum og blöðum frá fyrri hluta 20. aldar.“

 

30. janúar

Ármann Jakobsson, prófessor í bókmenntum fyrri alda við HÍ: „Tvær afasystur. Hulda Jakobsdóttir og Katrín Thoroddsen.“

 

6. febrúar

Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur og framkvæmdastýra Jafnréttisstofu: „En amma hafði á öldunni gát og aflann úr fjörunni dró.“

 

13. febrúar

Súsanna Margrét Gestsdóttir, aðjúnkt við Menntavísindasvið HÍ: „Það var sól þann dag.“ Súsanna Margrét Gunnarsdóttir frá Njálsstöðum í Norðurfirði.“

 

20. febrúar

Annadís G. Rúdólfsdóttir, lektor í aðferðafræði rannsókna við Menntavísindasvið HÍ: „Óþekk(t)ar ömmur.“

Berglind Rós Magnúsdóttir, lektor í menntunarfræðum við HÍ: „Makalausar efristéttarformæður í baráttu við feðraveldið.“

 

27. febrúar Ath. að fyrirlesturinn er haldinn í stofu 132 í Öskju – náttúrufræðahúsi HÍ að Sturlugötu 7.

Guðni Th. Jóhannesson, dósent í sagnfræði við HÍ: „Vonir ömmu, veruleiki pabba. Munur kyns og kynslóða.“

 

6. mars — Hátíðarsalur Háskóla Íslands í Aðalbyggingu

Dagný Kristjánsdóttir, prófessor í íslenskum nútímabókmenntum við HÍ: Hvað vildu þær — hefðu þær verið spurðar?

 

13. mars  Stofa 102 á Háskólatorgi

Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor í guðfræðilegri siðfræði við HÍ: „En þetta var venjan, konurnar gáfu …“ Sólveig Stefánsdóttir (1891–1967) Vogum í Mývatnssveit.

 

20. mars — Stofa 102 á Háskólatorgi

Kristín Svava Tómasdóttir, sagnfræðingur og ljóðskáld: „Hið mikla djúp, hið litla tár“: Langamma, mamma hennar og íslenska konan.

 

27. mars  Stofa 102 á Háskólatorgi

Sigrún Alba Sigurðardóttir, lektor í menningarfræði við LHÍ og doktorsnemi við HÍ: „Tilkall til fortíðar. Saga fyrir konu sem ekki átti sögu.“

 

10. apríl — Stofa 132 í Öskju

Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við HÍ: „„… í senn stórbrotin kona í gömlum stíl og ein af brautryðjendum hinna nýju kvenrjettinda.“ Guðrún Björnsdóttir mjólkursölukona.“

 

17. apríl — Stofa 102 á Háskólatorgi

Ingibjörg Sigurðardóttir, bókmenntafræðingur og aðjúnkt við Hug- og félagsvísindasvið HA: „Á eigin vegum. Um sjálfsmyndasköpun Ingibjargar Steinsdóttur leikkonu (1903-1965).“

 

8. maí — Stofa 132 í Öskju

Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við Stjórnmálafræðideild HÍ: Amma gat allt nema gengið niður stiga.

 

 

Málþing

 

16. maí

„Veröld sem ég vil.“ Þróun borgara- og þegnréttinda kvenna í 100 ár.“

„Vér heilsum glaðar framtíðinni“ (tilvitnun í Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, 7. júlí 1915) í Landsbókasafni í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna, 16. maí 2015 í Landsbókasafninu.

 

 

Opinber fyrirlestur

 

26. febrúar
Mary McDonald-Rissanen, dósent í ensku við Háskólann í Tampere: „Lesið í sjálfsævisöguleg skrif kvenna á Prins Edward-eyju.“

 

19. mars
Rochelle Burgess, lektor við London Metropolitan University: „When women speak: Seeking the voices of women in global health.“

 

 

 

Haust 2015

 

 

Hádegisfyrirlestrar

Athugið að fyrirlestrar RIKK eru nú á fimmtudögum!

 

17. september
Shaban Darakchi, doktorspróf í kynjafræði og aðjúnkt við búlgörsku vísindaakademíuna: Kyngervi og kynhneigð í Búlgaríu eftir fall Sovétríkjanna.

Fundarstjóri: Rebekka Þráinsdóttir, aðjúnkt í rússnesku.

 

1. október
Pétur Skúlason Waldorff, doktor í mannfræði frá McGill University og rannsakandi við Eddu Öndvegissetur: Úr vatni á markað: Veikleikar, styrkleikar og kynbundin hlutverk innan virðiskeðju fisks úr Tanganyika vatni, Tansaníu.

Fundarstjóri: Erla Hlín Hjálmarsdóttir, doktorsnemi við HÍ og verkefnisstjóri UNU-GEST.

 

8. október – Athugið að rabbið verður að þessu sinni í stofu 202 í Odda.
Bindu Malieckal dósent í ensku við Saint Anselm College í Manchester, New Hampshire í Bandaríkjunum: Að vera eða vera ekki með slæðu: Konur og íslam í miðalda-, árnýaldar- og eftirlendutextum. 

Fundarstjóri: Guðrún Margrét Guðmundsdóttir doktorsnemi í mannfræði.

 

26. nóvember
Shanta Balgobind Singh, prófessor í afbrotafræði við  KwaZulu-Natal-háskóla, Durban í Suður-Afríku: Women and Policing in South Africa: A 21st Century Perspective.

 

3. desember – ATH. Fyrirlestrinn átti upphaflega að vera 12. nóvember.
Jón Ingvar Kjaran, doktor í menntavísindum: „Hulinn þúsund slæðum“: Veruleiki samkynhneigðra karlmanna í Íran

 

Ráðstefnur

1.-2. september
Ráðstefna um konur, fíkn, áföll og meðferð á Grand Hotel.

 

22.-23. október
Borgaraleg réttindi kvenna í 100 ár. Alþjóðleg ráðstefna í tilefni af aldarafmæli kosningaréttar kvenna í Hörpu. Ráðstefnan fer fram á ensku og er öllum opin.

Dagskrá ráðstefnunnar má finna hér.

 

20. nóvember
Konur á ráðherrastóli – Málþing  í samstarfi við Jafnréttisstofu og Háskólann á Akureyri. Jóhanna Sigurðardóttir fv. forsætisráðherra opnar málþingið með ávarpi, fyrrum kvenráðherrar fjalla um ráðherratíð sína og fræðimenn nálgast efnið frá kynjapólitískum sjónarhóli.

 

 

Ömmur á faraldsfæti

Fyrirlestrar úr röðinni „Margar myndir ömmu“ eru fluttir úri á landi í september 2015 í samstarfi við Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands, á Vestfjörðum í samstarfi við Prófessorsembætti Jóns Sigurðssonar og á Akureyri í samstarfi við Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. Einnig var ákveðið að leita til heimamanna til að taka þátt í viðburðunum. Í september verða því viðburðir með fyrirlestrum á eftirfarandi stöðum:
• Rannsóknarsetur HÍ, Skagaströnd, 12. september  og 19. september
• Rannsóknarsetur HÍ, Vestfjörðum og prófessorsstaða Jóns Sigurðssonar, Ísafirði, 19. september
• Rannsóknarsetur HÍ, Hornafirði, 26. september
• Háskólinn á Akureyri, 26. september