Haust 2015

Dagskrá RIKK á haustmisseri 2015

 

Ráðstefnur:

1.-2. september

Ráðstefna um konur, fíkn, áföll og meðferð á Grand Hotel.

22.-23. október

Borgaraleg réttindi kvenna í 100 ár. Alþjóðleg ráðstefna í tilefni af aldarafmæli kosningaréttar kvenna í Hörpu. Ráðstefnan fer fram á ensku og er öllum opin.

20. nóvember

Kl. 12-13.45

Konur á ráðherrastóli – Málþing 

Föstudaginn 20. nóvember verður efnt til málþings ífyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands um reynslu íslenskra kvenna sem gegnt hafa embætti ráðherra, í sögulegu og alþjóðlegu samhengi.
Á málþinginu sem Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands (RIKK) skipuleggur í samstarfi við Jafnréttisstofu og Háskólann á Akureyri. Jóhanna Sigurðardóttir fv. forsætisráðherra opnar málþingið með ávarpi, fyrrum kvenráðherrar fjalla um ráðherratíð sína og fræðimenn nálgast efnið frá kynjapólitískum sjónarhóli.

Dagskrá:

  • 12.00-12.10 Ávarp Jóhönnu Sigurðardóttur fv. forsætisráðherra
  • 12.10-12.20 Sigrún Stefánsdóttir og Edda Jónsdóttir segja frá tilurð bókarinnar Frú ráðherra
  • 12.20-12.30 Rannveig Guðmundsdóttir, fv. ráðherra
  • 12.30-12.40 Katrín Jakobsdóttir, fv. ráðherra
  • 12.40-13.00 Guðbjörg Lilja Hjartardóttir, stjórnmálafræðingur: „Þykkt lag af körlum og stöku kona“.
  • 13.00-13.45 Pallborðsumræður. Þátttakendur: Ingibjörg Pálmadóttir, fv. ráðherra, Siv Friðleifsdóttir, fv. ráðherra, Auður Styrkársdóttir, forstöðumaður Kvennasögusafns Íslands og Rósa Erlingsdóttir, stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í velferðarráðuneytinu.

 

Fyrirlestraröð í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands 

Kl. 12.00-13.00

Athugið að fyrirlestrar RIKK eru nú á fimmtudögum!

 

17. september

Shaban Darakchi, doktorspróf í kynjafræði og aðjúnkt við búlgörsku vísindaakademíuna:

Kyngervi og kynhneigð í Búlgaríu eftir fall Sovétríkjanna

Fundarstjóri: Rebekka Þráinsdóttir, aðjúnkt í rússnesku.

 

1. október

Pétur Skúlason Waldorff, doktor í mannfræði frá McGill University og rannsakandi við Eddu Öndvegissetur:

Úr vatni á markað: Veikleikar, styrkleikar og kynbundin hlutverk innan virðiskeðju fisks úr Tanganyika vatni, Tansaníu

Fundarstjóri: Erla Hlín Hjálmarsdóttir, doktorsnemi við HÍ og verkefnisstjóri UNU-GEST.

 

8. október – Athugið að rabbið verður að þessu sinni í stofu 202 í Odda.

Bindu Malieckal dósent í ensku við Saint Anselm College í Manchester, New Hampshire í Bandaríkjunum:

Að vera eða vera ekki með slæðu: Konur og íslam í miðalda-, árnýaldar- og eftirlendutextum 

Fundarstjóri: Guðrún Margrét Guðmundsdóttir doktorsnemi í mannfræði.

 

26. nóvember

Shanta Balgobind Singh, prófessor í afbrotafræði við  KwaZulu-Natal-háskóla, Durban í Suður-Afríku:

Women and Policing in South Africa: A 21st Century Perspective

 

3. desember – ATH. Fyrirlestrinn átti upphaflega að vera 12. nóvember.

Jón Ingvar Kjaran, doktor í menntavísindum:

„Hulinn þúsund slæðum“: Veruleiki samkynhneigðra karlmanna í Íran

 

Ömmur á faraldsfæti

Fyrirlestrar úr röðinni „Margar myndir ömmu“ eru fluttir úri á landi í september 2015 í samstarfi við Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands, á Vestfjörðum í samstarfi við Prófessorsembætti Jóns Sigurðssonar og á Akureyri í samstarfi við Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. Einnig var ákveðið að leita til heimamanna til að taka þátt í viðburðunum. Í september verða því viðburðir með fyrirlestrum á eftirfarandi stöðum:
• Rannsóknarsetur HÍ, Skagaströnd, 12. september  og 19. september
• Rannsóknarsetur HÍ, Vestfjörðum og prófessorsstaða Jóns Sigurðssonar, Ísafirði, 19. september
• Rannsóknarsetur HÍ, Hornafirði, 26. september
• Háskólinn á Akureyri, 26. september