2019

Vor 2019

 

Hádegisfyrirlestrar

 

10. janúar
Edda Björk Þórðardóttir, nýdoktor í lýðheilsuvísindum: Áföll og heilsufarslegar afleiðingar þeirra

Í erindi sínu mun Edda Björk fjalla um áhrif áfalla á heilsufar, sér í lagi tengsl þungbærrar lífsreynslu í æsku og heilsufars á fullorðinsárum.

 

24. janúar
Henri Myrttinen, doktor í kynjafræði: Að breikka sjónarsviðið. Kostir og gallar þess að samþætta karlmennsku- og hinseginsjónarmið að konum, friði og öryggi / Broadening the Scope – The Risks and Benefits of Integrating Masculinities and LGBTIQ into the Women, Peace and Security Agenda

Undanfarin fimm ár hefur orðið vart við aukinn þrýsting innan akademíu og á meðal stefnumótunaraðila að breyta „konur, friður og öryggi“ í „kyngervi, friður og öryggi“.

 

7. febrúar
Zilka Spahić Šiljak, doktor í kynjafræðum: Að vera fórnarlamb eða að lifa af? Val á sjálfsmynd og að öðlast viðurkenningu í kjölfar kynferðisofbeldis á stríðstímum / Victim or Survivor? Choosing Identity and Being Acknowledged after Wartime Sexual Violence in Bosnia.

Í kjölfar hræðilegra stríðsglæpa í Bosníu og Hersegóvínu, fjöldamorð og nauðganir á konum og körlum, lifa margir þolendur í skugga fordóma og þöggunar sem viðhaldið er í nafni menningar og trúar með áherslu á að verja stolt og heiður fjölskyldu og þjóðar.

 

21. febrúar
Marsha Henry, dósent í kynjafræði: Hugleiðingar um kyn og umbreytandi velferð í kjölfar átaka: Pólitísk hagfræði kynferðisofbeldis í Bosníu og Hersegóvínu og Líberíu / Reflections on Gender and Transformative Wellbeing in Postconflict Contexts: The Political Economy of Sexual Violence in Bosnia and Herzegovina and Liberia

Í fyrirlestrinum fjallar dr. Henry um rannsókn sem hún vann fyrir nokkrum árum á menningar- og félagslegu sambandi heilsufars og félagslegrar velferðar þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í stríðsátökum (CRGBV) í Bosníu-Hersegóvínu og Líberíu.

 

7. mars
Nanna Hlín Halldórsdóttir, doktor í heimspeki: Tekurðu D-vítamín? Heilsa, nýfrjálshyggja og einstaklingsvæðing ábyrgðar

Flest okkar upplifa flensu og veikindi í hversdagslífinu en hjá sumum okkar dragast þessi veikindi á langinn. Langveikt fólk lifir oft við annað hvort óskilgreind veikindi eða lítt viðurkennda sjúkdóma á borð við ME/síþreytu.

 

21. mars
Dagný Kristjánsdóttir, prófessor í íslenskum nútímabókmenntum: „Það var barn í dalnum …“ Um hrjáð börn og fleira í verkum Steinunnar Sigurðardóttur

Mjög margar af bókum Steinunnar Sigurðardóttur fjalla um dramatísk tilfinningasambönd, vináttu, stuðning og samstöðu. Eða þrá einmana fólks eftir slíkum tengslum sem geta ekki orðið. Það reynist einhver „ómögulegleiki“ í stöðunni.

 

4. apríl
Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, dósent, og Rannveig Sigurvinsdóttir, lektor: Áföll, geðheilsa og félagslegt samhengi

Í fyrirlestrinum verður fjallað um tengsl áfalla við geðheilsu og líðan, auk kynjamunar í þessu samhengi.

 

2. maí
Gunnþórunn Guðmundsdóttir, prófessor í bókmenntafræði: Að erfa minningar: Áföll og æviskrif

Í fyrirlestrinum fjallar Gunnþórunn um sjálfsævisögulega texta þar sem höfundarnir reyna að átta sig á hinu liðna, skýra minningar sínar og fjölskylduminnið í ljósi trámatískra atburða úr fortíð.

 

 

 

 

Ráðstefnur

 

28. febrúar og 1. mars – Icelandair Hótel Reykjavik Natura

Drögum (kynja)tjöldin frá: Til móts við kynjaða heildarsýn á áföll og fíkn

Upplýsingar um dagskrá hér.

Upplýsingar um fyrirlesara hér.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

17.–19. september – Harpa

#MeToo. Moving Forward

 

 

Haust 2019

 

Hádegisfyrirlestrar

5. september
Ingrid Kuhlman, MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði: Farsæl öldrun, hver er galdurinn?

 

12. september
Eyrún Lóa Eiríksdóttir, doktorsnemi í almennri bókmenntafræði: „Ég vil bara vera virkur þátttakandi í samtalinu“. Eldri konur í sjónvarpsefni samtímans

 

17. október
Kolbeinn Hólmar Stefánsson, félagsfræðingur: Lífskjör og afkoma á efri árum. Afleiðingar af ólíku lífshlaupi karla og kvenna

 

24. október
Berglind Indriðadóttir, iðjuþjálfi hjá Farsælli öldrun – Þekkingarmiðstöð: Að eldast hinsegin

 

7. nóvember
Líney Úlfarsdóttir, sálfræðingur: Krosssaumur eða rauðir sokkar? Hugmyndasaga öldrunar á Íslandi

 

14. nóvember
Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands: „berrössuð stelpa“ eða „síðbrjósta kellíng“. Um elli og öldrun og afstöðu skáldmæltra kvenna til slíkra efna

 

5. desember
Guðlaug Einarsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu heilbrigðisþjónustu í heilbrigðisráðuneytinu, og Unnur Ágústsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu hagmála og fjárlaga í heilbrigðisráðuneytinu: Kynjuð hagstjórn og öldrun

 

 

Ráðstefnur og málþing

 

17. –19. september – Harpa

MeToo: Moving forward

 

30. nóvember – Askja

Fræðafjör til heiðurs Helgu Kress