1995

Vor 1995

Hádegisfyrirlestrar
Kl. 12:00-13:00. Árnagarður 422

7. febrúar
Guðný Guðbjörnsdóttir, dósent í uppeldis- og menntunarfræði, talar um athugun sína á kynferði og stjórnun menntamála í kvennafræðilegu ljósi.

21. febrúar
Guðni Elísson, bókmenntafræðingur, talar um hentugar leiðir til að afbyggja karlaveldið út frá femínísku sjónarhorni.

7. mars
Torfi Tulinius, dósent í frönsku, talar um rannsóknir sínar á grimmd gagnvart konum í frönskum og íslenskum miðaldabókmenntum.

21. mars
Gerður G. Óskarsdóttir, menntunarfræðingur. Kröfur um hæfni í starfi með tilliti til kynjanna.

4. apríl
Keneva Kunz, þýðingarfræðingur. Þýðingar: Kvennastarf á karlaforsendum.

 

Opinberir fyrirlestrar
Kl. 17:15

23. janúar
Carita Peltonen, efnafræðingur og framkvæmdastjóri norrænna kvennafræða. Feminist Perspective on Science and Technology.
Oddi 101

25. janúar
Carita Peltonen, efnafræðingur og framkvæmdastjóri norrænna kvennafræða, kynnir kvennasamtök og tölvunet í raunvísindum og tæknigreinum á Norðurlöndum. Women, Science and Technology Network.
Oddi 106

2. mars
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir, sóknarprestur. Vinátta Guðs: Leið til að móta lífið.
Lögberg 101