1993

Vor 1993

Hádegisfyrirlestrar
Kl. 12:00-13:00. Oddi 202

12. janúar
Agnes S. Arnórsdóttir, sagnfræðingur. Spurning um aðferð. Saga frá miðöldum.

9. febrúar
Ásdís Egilsdóttir, lektor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands. Sem brjóstbarn mylkrar móður. Um hugmyndaheim trúarlegra bókmennta og kvengervingu tungumáls.

23. febrúar
Margrét Richter, viðskiptafræðingur, talar um rannsóknir sínar á konum sem eiga einkafyrirtæki á Íslandi.

9. mars
Ragnhildur Richter, bókmenntafræðingur, talar um rannsóknir sínar á sjálfsævisögum kvenna.

23. mars
Hildigunnur Ólafsdóttir, afbrotafræðingur, talar um rannsóknir sínar á konum í AA-hreyfingunni.

6. apríl
Auður Styrkársdóttir, stjórnmálafræðingur. Konur í bæjarstjórn 1908-1922.

 

Opinberir fyrirlestrar
Kl. 17:00. Oddi 101

19. janúar
Sigríður Þorgeirsdóttir, heimspekingur. Er til kvennasiðfræði? Hugleiðingar um hugmyndir Carol Gilligan um siðgæði kvenna og þýðingu þess fyrir siðferði kvennalistans.

26. janúar
Guðný Guðbjörnsdóttir opnar umræðuna með frásögn af ráðstefnunni Viten, vilje, vilkår. Forskningspolitisk konferanse om kvinneforskning, sem haldin var í Osló í haust og fjallaði um rannsóknastefnu kvennafræða á Norðurlöndum.

16. febrúar
Rannveig Traustadóttir, þjóðfélagsfræðingur. Konur, fötlun og samfélag.

29. mars
Eva Munk-Madsen, sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum í Tromsö. Fabrikskibet som arena for kønsforhandlinger.

15. apríl
Kristín Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Sjálfsskilningur hjúkrunarkvenna á tuttugustu öldinni: orðræða og völd.

 

Haust 1993

Hádegisfyrirlestrar
Kl. 12:00-13:00. Árnagarður 311

28. september
Helga Kress, prófessor í almennri bókmenntafræði, segir frá bók sinni Máttugar meyjar. Íslensk fornbókmenntasaga.

12. október
Margrét Jónsdóttir, félagsfræðingur, fjallar um rannsóknir sínar á stöðu og hlutverkum kvenna í þremur trúarhópum á Íslandi.

26. október
Soffía Auður Birgisdóttir, bókmenntafræðingur, fjallar um rannsóknir sínar á danska rithöfundinum Karen Blixen og hugmyndum hennar um sjálfsímynd.

9. nóvember
Sæunn Kjartansdóttir, hjúkrunarfræðingur og sálgreinir, fjallar um lystarstol meðal kvenna og áhrif þess á sjálfsímyndina.

7. desember
Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, félagsfræðingur, segir frá rannsókn sinni á verkakvennafélögum á Íslandi.

 

Opinber fyrirlestur

2. desember
Sigrún Júlíusdóttir, lektor í félagsráðgjöf. Íslenskar fjölskyldur – hvað heldur þeim saman? Rannsókn um lífsmynstur og menningararf.
Kl. 17:15. Lögberg 101