Category: Uncategorized

Að breikka sjónarsviðið. Kostir og gallar þess að samþætta karlmennsku- og hinseginsjónarmið að konum, friði og öryggi

(English below)

Dr. Henri Myrttinen

Dr. Henri Myrttinen, doktor í kynjafræði, er annar fyrirlesari í fyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – og UNU-GEST – Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna – á vormisseri 2019. Fyrirlestur hans nefnist: „Að breikka sjónarsviðið. Kostir og gallar þess að samþætta karlmennsku- og hinseginsjónarmið að konum, friði og öryggi“ og að venju eru  fyrirlesturinnfluttur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, fimmtudaginn 24. janúar kl. 12:00-13:00.

Undanfarin fimm ár hefur orðið vart við aukinn þrýsting innan akademíu og á meðal stefnumótunaraðila að breyta „konur, friður og öryggi“ í „kyngervi, friður og öryggi“. Þessi áherslubreyting felur í sér breiðara sjónarsvið þar sem litið er til karla, karlmennsku, svo og fjölbreyttra kynhneigða og –vitunda. Þessi áherslubreyting er að mörgu leyti kærkomin og getur, þegar vel tekst til, stutt við valdeflingu kvenna og kynjajafnrétti. Á hinn bóginn er hætta á að breytingin grafi undan markmiðum málaflokksins og jaðarseti áherslur kvenna og stúlkna. Í fyrirlestrinum verður fjallað um kosti og galla þess að samþætta karlmennsku og hinseginsjónarmið að málaflokknum og hvernig megi samræma ólíkar áherslur til að stuðla að kynjajafnrétti.

Read more »

Myndbönd og erindi – „Minna hot í ár“. Stjórnmálaorðræða á Íslandi, annó 2018

Efni af málþingi RIKK og Kvenréttindafélags Íslands „Minna hot í ár“. Stjórnmálaorðræða á Íslandi, annó 2018, er nú aðgengilegt á vef RIKK, bæði myndbönd og textar. Einnig er bent á að myndbandsupptaka af málþinginu, bæði í heild og hvert erindi fyrir sig, er aðgengilegt á spilunarlista RIKK á Youtube-rás Hugvísindasviðs Háskóla Íslands.

Frummælendur voru eftirfarandi fræðimenn og með því að fylgja krækjunum er hægt að nálgast erindi þeirra, bæði sem texta og myndband:

Irma Erlingsdóttir, dósent og forstöðumaður: Stjórnmál vináttunnar og útilokun kvenna

Ragnheiður Kristjánsdóttir, dósent í sagnfræði: Konur og stjórnmál í sögulegu samhengi

Erla Hulda Halldórsdóttir, dósent í kvenna- og kynjasögu: Ímyndir og ómyndir. Orðræður um konur

Read more »

Klámfengin fornleifafræði: Læknisfræði og rannsóknir á fortíðinni í Frakklandi á nítjándu öld

(See English below)

Fimmtudaginn 20. september 2012 heldur Zrinka Stahuljak, dósent í bókmenntafræði við UCLA-háskóla, erindi sem ber heitið „Klámfengin fornleifafræði: Læknisfræði og rannsóknir á fortíðinni í Frakklandi á nítjándu öld“ [„Pornographic Archaeology: Medicine and the Study of the Past in Nineteenth-Century France”]. Vinsamlega athugið að fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins, kl. 16.00-17.00 (en ekki Odda eins og áður hafði verið auglýst). Hann fer fram á ensku og er öllum opinn.

Í erindinu verður fjallað um samspil sögu og læknisfræði til þess að varpa ljósi á hvernig franskir læknar og vísindamenn á nítjándu öld notuðu sögulega þekkingu á miðöldum til að móta stefnu í heilbrigðismálum og stjórna kynlífi innan franska þjóðríkisins og frönsku nýlendanna. Þessi skilningur á fortíðinni átti þátt í að ljá hugtökum á borð við kynþátt, hreinlæti og hjónaband nútímalega merkingu en á sama tíma festu læknavísindin í sessi tiltekna ímynd af miðöldum sem lifir góðu lífi í samtímanum. Read more »

Dagskrá RIKK á haustönn 2012

Dagskrá RIKK á haustönn liggur nú fyrir. Dagskrána má nálgast hér.

Hvers vegna er úthlutað meira rannsóknarfé til karla en kvenna á Íslandi?

Fimmtudaginn 15. mars heldur Sigríður Halldórsdóttir, prófessor við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri, hádegisfyrirlestur sem ber heitið „Hvers vegna er úthlutað meira rannsóknarfé til karla en kvenna á Íslandi?”. Fyrirlesturinn fer fram í Öskju, stofu 132, kl. 12:00-13:00. Read more »

Málstofa IX – Byggðaþróun

Vífill Karlsson: Staðbundið samfélagslegt mikilvægi jafnrar kynjaskiptingar: Staðan á Íslandi; stórt en strjálbýlt evrópskt land

Samband kynjahlutfalls (fjöldi kvenna með tilliti til fjölda karla) og húsnæðisverðs er skoðað í þessari rannsókn. Færð eru rök fyrir því að þetta samband endurspegli félagslegt mikilvægi kvenna. Read more »