Category: Uncategorized

„Ég vil bara vera virkur þátttakandi í samtalinu“. Eldri konur í sjónvarpsefni samtímans

Eyrún Lóa Eiríksdóttir
Eyrún Lóa Eiríksdóttir

Eyrún Lóa Eiríksdóttir er annar fyrirlesari fyrirlestraraðar RIKK á haustmisseri 2019 og nefnist fyrirlestur hennar „„Ég vil bara vera virkur þátttakandi í samtalinu“. Eldri konur í sjónvarpsefni samtímans“. Fyrirlesturinn er fluttur fimmtudaginn 12. september, kl. 12:00-13:00, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Doktorsritgerð Eyrúnar Lóu nefnist Hin kvenlæga rödd í sjónvarpsefni samtímans (undir leiðsögn Öldu Bjarkar Valdimarsdóttur, dósents) en þar er staða nútímakonunnar rannsökuð í tengslum við birtingarmyndir hennar á streymisveitunni Netflix. Fjallað er um nýjar áherslur þegar kemur að kvenhlutverkum og hvernig söguþráður virðist hafa tekið breytingum í takt við jafnréttiskröfur. Í erindinu er sjónvarpsþátturinn Grace & Frankie tekinn til skoðunar en þeir fjalla um tilveru(rétt) eldri kvenna og málefni tengd þeim sem hafa ekki endilega átt upp á pallborðið í meginstraumssjónvarpsþáttum, þ.e. atvinnuþátttöku eldri kvenna, vinskap og sambýli á efri árum, kynlíf/hjálpartæki ástarlífsins sem og ákvörðunarrétt yfir eigin líkama, búsetu og mat á eigin færni.

Read more »

Ungar stúlkur og vímuefni. Málstofa um stefnumótun og forvarnir

(English below)

Dagsetning: Þriðjudagur 26. febrúar 2019 kl. 8.30-11:00

Staðsetning: Lögberg 103, Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík

Skráningargjald: 3.000 kr. Greiðið hér.

Fyrirlesari:

Dr. Nancy Poole, forstöðukona, Centre of Excellence for Women’s Health, Bresku-Kólumbíu, Kanada.

Fyrir hvern? Málsstofan er hugsuð fyrir þá sem vinna að stefnumótun á sviði áfengis- og vímuefna-vanda, hafa eftirlitshlutverki að gegna, veita fræðslu og þjónustu.

Þema: Fjallað verður um nokkur lykilatriði stefnumótunar um áfengis- og vímuefnamál og hins vegar um ungar stúlkur og vímuefnanotkun. Nancy mun kynna þær aðferðir sem hafa verið þróaðar og nýttar í Kanada og síðan gefst tækifæri til umræðna.

Read more »

Myndbönd og erindi – „Minna hot í ár“. Stjórnmálaorðræða á Íslandi, annó 2018

Efni af málþingi RIKK og Kvenréttindafélags Íslands „Minna hot í ár“. Stjórnmálaorðræða á Íslandi, annó 2018, er nú aðgengilegt á vef RIKK, bæði myndbönd og textar. Einnig er bent á að myndbandsupptaka af málþinginu, bæði í heild og hvert erindi fyrir sig, er aðgengilegt á spilunarlista RIKK á Youtube-rás Hugvísindasviðs Háskóla Íslands.

Frummælendur voru eftirfarandi fræðimenn og með því að fylgja krækjunum er hægt að nálgast erindi þeirra, bæði sem texta og myndband:

Irma Erlingsdóttir, dósent og forstöðumaður: Stjórnmál vináttunnar og útilokun kvenna

Ragnheiður Kristjánsdóttir, dósent í sagnfræði: Konur og stjórnmál í sögulegu samhengi

Erla Hulda Halldórsdóttir, dósent í kvenna- og kynjasögu: Ímyndir og ómyndir. Orðræður um konur

Read more »

Klámfengin fornleifafræði: Læknisfræði og rannsóknir á fortíðinni í Frakklandi á nítjándu öld

(See English below)

Fimmtudaginn 20. september 2012 heldur Zrinka Stahuljak, dósent í bókmenntafræði við UCLA-háskóla, erindi sem ber heitið „Klámfengin fornleifafræði: Læknisfræði og rannsóknir á fortíðinni í Frakklandi á nítjándu öld“ [„Pornographic Archaeology: Medicine and the Study of the Past in Nineteenth-Century France”]. Vinsamlega athugið að fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins, kl. 16.00-17.00 (en ekki Odda eins og áður hafði verið auglýst). Hann fer fram á ensku og er öllum opinn.

Í erindinu verður fjallað um samspil sögu og læknisfræði til þess að varpa ljósi á hvernig franskir læknar og vísindamenn á nítjándu öld notuðu sögulega þekkingu á miðöldum til að móta stefnu í heilbrigðismálum og stjórna kynlífi innan franska þjóðríkisins og frönsku nýlendanna. Þessi skilningur á fortíðinni átti þátt í að ljá hugtökum á borð við kynþátt, hreinlæti og hjónaband nútímalega merkingu en á sama tíma festu læknavísindin í sessi tiltekna ímynd af miðöldum sem lifir góðu lífi í samtímanum. Read more »

Dagskrá RIKK á haustönn 2012

Dagskrá RIKK á haustönn liggur nú fyrir. Dagskrána má nálgast hér.

Hvers vegna er úthlutað meira rannsóknarfé til karla en kvenna á Íslandi?

Fimmtudaginn 15. mars heldur Sigríður Halldórsdóttir, prófessor við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri, hádegisfyrirlestur sem ber heitið „Hvers vegna er úthlutað meira rannsóknarfé til karla en kvenna á Íslandi?”. Fyrirlesturinn fer fram í Öskju, stofu 132, kl. 12:00-13:00. Read more »