Category: Opnir fyrirlestrar

Að skapa réttlætisrými: Upplifun þolenda kynferðisofbeldis af réttlæti utan réttarkerfisins

Hildur Fjóla Antonsdóttir

Hildur Fjóla Antonsdóttir, doktorsnemi í réttarfélagsfræði við Háskólann í Lundi, flytur opinn fyrirlestur sem nefnist „Að skapa réttlætisrými: Upplifun þolenda kynferðisofbeldis af réttlæti utan réttarkerfisins“, föstudaginn 5. janúar, kl. 12-13 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Ljóst er að fá kynferðisbrotamál eru tilkynnt til lögreglu, afar litlum hluta þeirra lýkur með sakfellingu og margir brotaþolar upplifa sig jaðarsetta í refsiréttarferlinu. Femínískir fræðimenn skoða í auknum mæli hvernig fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi skilur hugtakið „réttlæti“ og hvort til séu aðrar leiðir til að koma til móts við hagsmuni þeirra og þörf fyrir réttlæti. Í rannsókn Hildar Fjólu voru tekin viðtöl við 35 manneskjur sem hafa verið beittar kynferðisofbeldi um skilning þeirra og reynslu af „réttlæti“. Á grundvelli þemagreiningar á viðtölunum mátti greina þemað „rými“. Read more »

Samfélagsmiðlar og valdefling kvenna í Pakistan

(English below)

Imran Khan heldur erindið „Samfélagsmiðlar og valdefling kvenna í Pakistan“, þriðjudaginn 5. september, kl. 15.30-17.30 í Veröld – Húsi Vigdísar.

Í erindinu spyr Khan hvort samfélagsmiðlar séu valdeflandi fyrir konur og hvernig fjallað sé um kvenleikann á samfélagsmiðlum í Pakistan. Hann veitir innsýn í daglega notkun kvenna á samfélagsmiðlum, kynjamun á notkun þeirra og tilraunir karla, annarra kvenna og ríkisins til að stýra henni. Þá ræðir hann þær breytingar sem fylgt hafa aukinni notkun samfélagsmiðla og afleiðingar þeirra verða ræddar út frá sjónarhorni aðgerðarsinna. Khan sýnir þrjár stuttar heimildamyndir á meðan á erindinu stendur. Read more »

Hrelliklám af sjónarhóli mannréttinda

María Rún Bjarnadóttir

(English below)

María Rún Bjarnadóttir heldur erindi sem hún nefnir „Hrelliklám af sjónarhóli mannréttinda“, mánudaginn 20. mars, kl. 11, í fyrirlestrasal Landsbókasafns Íslands.

María Rún er doktorsnemi í lögfræði við háskólann í Sussex í Brighton á Bretlandi. Rannsóknir hennar beinast að því hvaða áhrif ósamræmi í lögum einstakra ríkja, annars vegar, og alþjóðlegt eðli internetsins, hins vegar, hefur á mannréttindaskuldbindingar þeirra. Read more »

Pólsk kvennatímarit á tuttugustu öld

Małgorzata Dajnowicz

Małgorzata Dajnowicz

(English below)

Miðvikudaginn 8. febrúar heldur Małgorzata Dajnowicz opinberan fyrirlestur sem hún nefnir „Pólsk kvennatímarit á tuttugustu öld“, í stofu 131 í Öskju – náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, kl. 12.00-13.00.

Małgorzata Dajnowicz er prófessor við svið sögulegrar félagsfræði og forseti deildar félags- og stjórnmálahreyfinga við Háskólann í Białystok í Póllandi. Þá er hún forstöðumaður Rannsóknarstofu í kvennafræðum við skólann. Rannsóknir hennar snúa að sögu pólskra kvenna, áhrifum kvenrithöfunda á kynjajafnrétti og sögu yfirstéttar í stjórnmálum á nítjándu og tuttugustu öld.

Í fyrirlestrinum fjallar Dajnowicz um mest lesnu kvennatímaritin sem gefin voru út í Póllandi á árunum 1945-1989, eins og Kona og líf (Kobieta i Życie). Tímaritin voru víðlesin og markhópurinn menntakonur sem bjuggu í borgum. Read more »

Kynning á Þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna 2015

humandevDr. Selim Jahan, aðalritstjóri og forstöðumaður skrifstofu Þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna (HDR UNDP) kynnir árlega skýrslu Sameinuðu þjóðanna 2015 um stöðu þróunar í heiminum. Skýrslan beinir athyglinni að vinnumálum, atvinnuþróun og þátttöku fólks í hnattrænum heimi.

Kynningin fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands fimmtudaginn 18. febrúar frá kl. 15-16.15.

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra heldur opnunarerindi.

Pallborðsumræður í kjölfar erinda þar sem Drífa Snædal frá Starfsgreinasambandinu tekur þátt sem fulltrúi verkalýðshreyfingarinnar ásamt Kolbeini Stefánssyni sérfræðingi á Hagstofu Íslands.

Þröstur Freyr Gylfason, formaður Félags SÞ, er fundarstjóri.

Allir velkomnir, kaffiveitingar í lok fundar.

**** Nánar um skýrsluna **** Read more »

Hvað vill Íslamska ríkið?

Magnús Þorkell Bernharðsson

Magnús Þorkell Bernharðsson

Þriðjudaginn 12. janúar kl. 12-13 í Hátíðasal Háskóla Íslands

Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar, MARK – Miðstöðvar margbreytileika- og kynjarannsókna, RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum og Stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands

Hvað vill Íslamska ríkið?

Magnús Þorkell Bernharðsson fjallar um uppgang og hugmyndafræði Íslamska ríkisins (ISIS) á opnum fyrirlestri í Háskóla Íslands.

Hvernig hafa stríðin í Írak og Sýrlandi mótað starfsemi samtakanna og hvaða tengsl hafa þau við trúarbragðasögu Mið-Austurlanda? Í fyrirlestrinum fjallar Magnús Þorkell um hugmyndir ISIS um stríð, réttlæti, þjóðríkið og stöðu kvenna. Þá beinir hann sjónum að áróðri ISIS á samfélagsmiðlum og því hvernig sú heimsmynd tengist kynþáttafordómum nútímans. Read more »