Að trúa barni

Föstudaginn 9. nóvember flytur Dagný Kristjánsdóttir, prófessor í íslenskum nútímabókmenntum, fyrirlestur sem ber heitið „Að trúa barni“ í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins, kl. 12.00-13.00.

Í erindinu verður fjallað um bók Steinunnar Sigurðardóttur Jójó (2011) þar sem aðalpersónan Martin Montag er lifandi dæmi um það að læknir verður að lækna sálfan sig ef hann á að lækna aðra. Í þessari skáldsögu er rætt um samband líkama og sálar, vináttu, traust og misnotkun.

Fyrirlesturinn er haldinn í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands.

Öll velkomin!