Nám

Alþjóðlegur jafnréttisskóli (GEST) býður upp á þverfaglegt og þverþjóðleg nám í jafnréttisfræðum. Hann heyrir undir Hugvísindasvið Háskóla Íslands og er rekinn í nánu samstarfi við RIKK og EDDU – rannsóknasetur. GEST er liður í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Tekið er á móti yfir 20 erlendum nemendum á ári í 30 eininga diplómanám í alþjóðlegum jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands og er námið ætlað sérfræðingum frá þróunarlöndum og átakasvæðum. Lögð er áhersla á mótun verkefna og rannsókna sem taka á kynjajafnrétti og margþættri mismunun í heimalöndum þeirra. Sjá nánar á heimasíðu GEST.

 

Háskóli Íslands (HÍ) og Háskólinn á Akureyri (HA) bjóða uppá námskeið á sviði jafnréttis-, kvenna- og kynjafræða. Kynjafræði er kennd við stjórnmálafræðideild á Félagsvísindasviði HÍ í grunnámi og á framhaldsstigi. Upplýsingar um námsframboð í HÍ má finna í kennsluskrá Háskóla Íslands. Upplýsingar um námsframboð í HA má finna í kennsluskrá Háskólans á Akureyri.